22.3.2006 | 15:07
Takk mbl.is fyrir þetta frábæra bloggkerfi
Jæja, þá ætla ég að prófa þetta nýja kerfi. Mikið er nú gott að að vera laus við blogspot. Getur einhver kennt mér á þetta? og komiði endilega með hugmyndir um hvað ég get sett hérna inn á síðuna og så videre....Æi er ekki soldið sorglegt að skrifa brandara sem ein manneskja hefur húmor fyrir ef maður sagði þeirri manneskju hann í gær? En mér er alveg sama...það er kúl að vera sorglegur. Svo er líka svo langt síðan ég bloggaði að allir ættu bara að vera ánægðir með það að sjá staf frá mér...sorglegan eður ei.
Og bara svona ef einhver skyldi vera í vafa, þá er fyrirsögnin sko hluti af brandaranum...ég er ekki FÁVITI!
Voða lítið að frétta svo sem. Ég er bara búin að vera að stússast í ýmsum málefnum og senda ýmsum aðilum mail. Það er svo gaman að grúska svona í tölvunni. Múhahahaha
Anyways...lífði er óttalegt pja....geðveiki að gera í vinnunni, próf í uppáhaldsfaginu mínu framundan, allt í rúst heima hjá mér og bara parket á hálfu gólfinu og ég hef ekki hugmynd um hvenar smiðsómyndin ætlar að klára þetat - held honum finnist þetta ekki vera sitt mest áríðandi verkefni, einhver slappleiki með hausverk í gangi, skítakuldi úti, samt ekki brettaveður og ekkert framundan sem ég man eftir sem gefur manni ástæðu til að brosa. En merkilegt nokk þá er ég nú bara samt brosandi og bara nokkuð kát með þetta allt saman og vorkenni mér eiginlega ekki neitt....nema nottla út af prófinu. Merkiilegt hvað það er mikill munur á manni ef maður bara fær að sjá dagsbirtu allavega svona hálftíma á dag. Hey já, annað jafnvel ennþá merkilegra. Ég er svo sem ennþá enginn morgunhani, en mér finnst dauði ekki lengur fýsilegri valkostur en að fara framúr á morgnana....sem er mikil framför.
En ok...vildi bara gleðja Huldu með smá færslu...nú verð ég víst að vinna meira....
Bloggar | Breytt 23.3.2006 kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)