17.5.2006 | 17:19
Lítil Dæmisaga
Vá hvað ég held maður sé búinn að misnota koffín í gegnum ævina. Eins og alþjóð veit (nei ok, svona þeir 5 sem hafa nennt að hlusta þegar ég monta mig), hætti ég að drekka kaffi fyrir nokkrum mánuðum. Fæ mér stöku sinnum latte á kaffihúsi en er alveg hætt þessu kaffiþambi í vinnunni alltaf hreint. Viðurkenndi reyndar fyrir sjálfri mér og öðrum eftir að ég hætti að drekka þetta að þetta er bara ógeðslega vont á bragðið, og þetta hefur svo sem aldrei haft nein örvandi áhrif á mig svo orð sé á gerandi, svo ég hef kannski ekki mikið að monta mig af, ætti ekki að vera erfitt að hætta einhverju sem manni finnst vont hvort eð er. Enda eflaust þess vegna sem kaffibindindið hefur staðið yfir svona lengi en reykinga-, snakk-, og djammbindindi endast aldrei lengur en nokkra klukkutíma.
Í dag er ég svo búin að vera alveg fáránlega þreytt og ég er ekki frá því að augun hafi stundum jafnvel lokast aðeins á meðan ég reyni að vinna. Afköstin hafa því ekki verið neitt rosaleg heldur. Svo ég fékk mér kaffibolla, hugsaði með mér að það hlyti að hjálpa smá. Nema hvað að þetta var bara eins og orkusprauta í rassgatið og ég er varla búin að geispa síðan. Og boðskapur sögunnar er...hmmm....hættum að nota kaffi nema við þurfum á því að halda því annars hættir það að virka? Ok, þetta var rather leiðinleg saga...en ég er búin að skrifa þetta svo ég ætla bara að ýta á vista og birta takkann. Kannski boðskapur sögunnar sé þá frekar "ekki blogga þegar heilinn gengur á koffíni og engu öðru."
Og svo fyrir áhugasama um afmælið mitt....þá er það eftir 33 daga og af því allir ætla að gefa mér pakka er ég búin að búa til óskalistasíðu...það á nottla eftir að koma eitthvað meira inn á hana bara eftir því sem mér dettur í hug. En allavega, allir að byrja að spara!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2006 | 10:09
Excuuuuuuuuuuuuuuuse me!
Hvað meinar xfm með því að færa Capone til kl. 9? Ég er sko heldur betur ósátt. Nú verða að teljast verulega litlar líkur á að ég meiki það einhvern tíma í vinnuna fyrir hádegi þegar skammdegið kemur aftur. Því þrátt fyrir alla mína sofa-yfir-sig-daga hef ég yfirleitt meikað það hingað ekki seinna en 10 því ég veit að annars verður bílferðin svo miklu leiðinlegri því þá var þátturinn búinn, fyrir nú utan það að mínar daglegu 40 mínútur eða svo í félagsskap þeirra Andra og Búa eru það sem kemur mér í gang á morgnana...svona eins og kaffi er fyrir suma-nema bara betra. Ég er barasta ótrúlega fúl út í þá og líður inni í mér eins og ég hafi verið illa svikin af góðum vin. Hvað getur maður gert til að mótmæla svona?
Gærkvöldið var svo alveg stórfurðulegt - en skemmtilegt. Ég tapaði til dæmis rosalegar í pool heldur en nokkru sinni fyrr og samt fékk ég eiginlega að gera bara eins oft og ég vildi. Þetta voru svo gullkorn Sunnu það kvöldið:
Sunna að reyna að segja að ákveðin kirkja hafi X marga meðlimi: Hún er bara með 9 menn inni í sér.
Viðmælandi að segja Sunnu frá barnatímanum á Omega: Þetta eru bara gaurar í trúboði allan tímann.
Sunna heyrði: Þetta eru bara gaurar í trúboða....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.5.2006 | 13:35
Me luuuuvs him....
Dreif mig í Skífuna eftir vinnu í gær og keypti diskinn með nýja kærastanum mínum, er svo búin að vera að tapa mér í gleðinni bæði á leiðinni í vinnuna og svo í vinnunni dansandi í stólnum fyrir framan tölvuna. Henti inn lagi með honum hérna á vinstri kantinn, og svo einu með CocoRosie líka, svona ef þið viljið tóndæmi. Ætla svo að vera duvleg að setja inn lög sem bara ég er að hlusta á...eða svona, stuff sem ég dett niður á og er ekki spilað í útvarpinu oft á dag.
En svona án gríns hversu sætur er þessi gaur? Já ég veit - ég er farin að tala eins og 13 ára gelgja, en samt...hann er bara of sætur! Komst því miður að því eftir að ég keypti diskinn að hann á víst konu. Las af einhverjum ástæðum "thanks"-listann í coverinu og þar er hann með einhverjar corny ástarjátningar til einhverrar Tiölu...pottþétt algjör belja. En eins og einhver vinnufélaginn benti mér á þá eru skilnaðir alveg blessunarlega algengir (já ég er sem sagt búin að tala um það í vinnunni líka hvað hann er sætur og að konan hans sé belja...kannski kominn tími á að endurskoða persónuleika minn?)
Til að sýna ykkur alvarleika þessa ástands tók ég mynd af tölvuskjánum mínum og nánasta umhverfi. Framan á coverinu er sem sagt þessi ótrúlega fallega mynd af honum og ég stillti hulstrinu upp þarna til að geta horft á hann á meðan ég vinn. Ástandið er sem sagt ennþá alvarlegra en hérna í denn þegar ég ætlaði að sækja um sem skúringakona hjá Damon Albarn.
En endilega hlustiði á lagið líka, þá heyriði hvað kærastinn minn er hæfileikaríkur. Þetta er einmitt lagið sem var í gangi þegar ég labbaði inn í búðina og fór að áreita afgreiðslustelpurnar. Enjoy. Ég ætla halda áfram að einbeita mér að því að vera vangefin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.5.2006 | 11:17
Vúhúú mánudagur!!!
Er með sjálfa mig í svona experimental sálfræðimeðferð...ef ég segi nógu oft við sjálfa mig að mánudagar séu æði þá kannski verða þeir það. Er reyndar ekki mjög bjartsýn á árangurinn en það getur ekki sakað að reyna.
Annars er þessi mánudagur betri en margir...tveir dagar í Cocorosie tónleika og 8 dagar í Þýskalandsferð. Rammstein, hier komme ich!
Frændsystkinagrillveislan á föstudaginn lukkaðist svona líka vel. Góður matur og ljúffeng tequilaflaska spiluðu þar stór hlutverk. Svo kynntist ég nýjum frænda. Eða ekki nýjum kannski, alveg mun eldri en ég, en við könnumst hvorugt við að hafa hist í að minnsta kosti 10 ár, jafnvel 15, en nú þekkjumst við allavega í sjón svo við getum heilsað hvort öðru ef við mætumst á götu. Mér tókst svo að drepast áður en farið var í bæinn en var vakin með dúndurkaffibolla eftir að fólk var búið að skemmta sér nóg við að vefja mig inn í klósettpappír og taka myndir af mér og var svo manna hressust inni á Hressó eftir tvo kaffibolla í viðbót. Svo var "eftirpartí" á skrifstofu í austurstræti en ástandið var orðið þannig bara á leiðinni upp í lyftunni að fíflagangurinn þar verður bara svona fjölskylduleyndarmál og eftirpartíið varð eitthvað stutt í annan endann. Þá gerði ég tilraun til að keppa í hafnarsundi en áskoruninni var ekki tekið, kannski sem betur fer. Takk fyrir kvöldið bara.
Kannast svo einhver við hljómsveitina Tiga? Var í Smáralindinni í gær og inni í einhverri búð heyrði ég þessa líka æðislegu tónlist. Fór og spurði afgreiðslustelpuna hvað þetta væri og hún sagði Tiga og spurði svona glöð og smá hissa hvort ég fílaði þetta því margir hafa víst kvartað undan þessu. Ég fór nottla beinustu leið í skífuna og ætlaði að fá að hlusta aðeins meira og svo væntanlega kaupa. En diskurinn var ekki til í Smáralind en gaurinn hringdi niður á laugaveg og ég lét taka þetta eina eintak sem var til þar frá. Svo gleymdi ég auðvitað að fara og kaupa hann í gær svo það er stefnan eftir vinnu. Gaman að rekast svona á nýja tónlist...þarf kannski bara að vera duglegri að hanga í búðum og hlusta...eða ekki, þar sem búðaráp gerir mig alltaf örlítið þunglynda.
Uppfært: Googlaði Tiga og ekki nóg með að þetta sé geðveik tónlist heldur er þetta ekki hljómsveit heldur einhver óóógó sætur gaur...held barasta að hann megi vera kærastinn minn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2006 | 16:16
Til hamingju Ísland!
Ég er nú meiri dóninn...svo upptekin af hundraðasta og tólfta fallinu mínu og pöddunum að ég gleymdi næstum því að óska henni Mæju Pæju til hamingju með dæjunn...en hún er sem sagt 19 ára í dag.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.5.2006 | 12:04
Fréttir og ekki-fréttir
Nýjasta nýtt er að trjákeppir virðast vera farnir að lesa heimasíður því sá fyrsti mætti í gærkveldi, greinilega nýbúinn að lesa síðustu færslu þar sem ég sagðist bíða spennt eftir honum og vinum hans. Þeir eru sem sagt ekki orðnir nógu þróaðir til að skilja kaldhæðni.
Ekki-fréttirnar eru svo þær að einkunnin í greiningu er komin og þar er auðvitað ekkert nýtt í fréttum...fall að vanda. Tek á móti samúðarkveðjum í formi peninga. Spurning hvort maður eigi einu sinni að nenna þessu enn eina ferðina í sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.5.2006 | 15:24
Úr öllum áttum - Samhengislausasta færsla í heimi
Skapsveiflur er án efa orð mánaðarins. Einhver yfirnáttúruleg kátína búin að vera ríkjandi í hausnum á mér undanfarna daga, sem sagt eftir að ég kláraði að syrgja gengi mitt í prófinu og byrjaði að fagna því að það væri búið, hvernig svo sem fór. Það gæti auðvitað líka verið hluti af vormaníunni. Kátínútímabilið kom beint í kjölfarið á lærdómsþunglyndistímabili during which ég hefði getað orðið ólympíulmeistari í ekkibrosi. (Enn einu sinni sannast það að annað hvort kann ég ekki íslensku eða að enska sé bar amiklu sniðugra tungumál - hvað gæti ég sett í staðinn fyrir "during which" á réttu tungumáli?) Svo bara allt í einu seint í gærkveldi var bara engin kátína á svæðinu lengur - og engar ástæður sjáanlegar - og ég var í feitri fýlu held ég í alla nótt á meðan ég svaf, dreymdi örugglega einhverja fýlu, og vaknaði í feitri fýlu sem hélt sér alveg fram að hádegi. Svo núna er ég bara í stuði aftur. Svo er mér reyndar líka búið að vera fáránlega heitt í gær og í dag líka. Einhver séns að ég sé komin á breytingaskeið 23 ára? Annars gæti það líka verið peysan sem ég var í í gær og í morgun og hangir núna á stólbakinu hjá mér - er ekki frá því að mér sé hætt að vera heitt eftir að ég fór úr henni, en þá vantar útskýringar á skapsveiflunum.
Þegar ég kom heim í gærkveldi fékk ég svo sönnun á því að vorið er búið og sumarið komið því ég hitti fyrstu könguló ársins á baðherberginu en þær eru alveg þó nokkrar köngulærnar sem leigja hjá mér á sumrin. Nú bíð ég bara spennt eftir vinum þeirra trjákeppunum sem gengu undir nafninu klósettpöddur í nokkra mánuði í fyrra vegna misskilnings. Skelli inn mynd fyrir þá sem ekki hafa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast þessum krúttlegu bjöllum persónulega.
Ef það hafði farið fram hjá einhverjum, þá er ég ennþá sama nördið og ég var þegar ég var að lesa orðabækur meið Chris D. hérna í denn. Var sem sagt að komast að því núna hvernig maður opnar Visual Basic editorinn í excel og ég er að missa mig í einhverjum macro-skrifum og ég bara trúi ekki að enginn hafi sagt mér áður hvað þetta er sniðugt. Maður getur bara gert dagsvinnu á nótæm....og þó að nokkrar for- og if-lykkjur séu kannski ekki merkileg forritun á almennan mælikvarða þá er þetta nóg til að skemmta mér.
Sá svo áðan að einhverjum gaur hefur leiðst eitthvað rosalega því hann svaraði leiðindaspurningalistanum hérna nokkrum færslum neðar þótt við þekkjumst ekki neitt. Þegar hann átti að lýsa mér í einu orði skrifaði hann ágeng. Þetta finnst mér alveg extra fyndið því um daginn bað ég vin minn að lýsa mér í þremur orðum og á meðan hann var að hugsa ákvað önnur manneskja að nýta tækifærið til að koma sinni skoðun á framfæri og það fyrsta sem hún sagði var einmitt ágeng. Frek og ákveðin fylgdu svo strax í kjölfarið. Svo sagði vinur minn auðvitað eitthvað fallegt...enda þekkir hann mig betur.
Nú ætla ég að skemmta mér aðeins meira í excel og fara svo í bæinn að veifa visakortinu. Á innkaupalistanum er vonandi ein kaffihúsaferð...er að bíða eftir svari frá væntanlegum félagsskap, þrír geisladiskar, vax og origami pappír. Er ekki eitthvað mikið að fólki sem fær allt í einu þá flugu í höfuðið að byrja að læra origami um hásumar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2006 | 15:12
Áts, þetta er sárt!
Hóhóhó, þriðja bloggið í dag...ætli þetta séu ekki afleiðingar msn-leysis og vormaníunnar.
En ég var að opna hotmailið mitt og þar voru ný skilaboð frá 5.is og subjectið er "Langar þér frítt í bíó?"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2006 | 13:15
Tekur Sunns þátt í geðveikinni?
Er til eitthvað sem heitir vormanía? Svona til að koma í staðinn fyrir skammdegisþunglyndið. Ég er nefninlega farin að haga mér undarlega. Það nýjasta í þessari undarlegu hegðun minni er að eftir miklar yfirlýsingar um að slíkt sé bara masókismi/peningasóun (eftir því hvert framhaldið er) af alvarlegustu gerð og að ég ætli sko aldrei aftur að taka þátt í slíkum athöfnum fékk ég allt í einu þá flugu í höfuðið áðan að kaupa mér líkamsræktarkort. Þessi fluga kom fyrir svona klukkutíma og hún er ennþá hérna. Ég veit ekki hvort er sorglegra að lesa, mig í maníu eða þunglyndi!
Svo enn einu sinni að frumlegheitum mötuneytisins....í hvaða heimi blandar maður saman eplum, vínberjum og camenbert osti í skál og ber fram sem mat?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvað er í gangi þegar það kemur þykk móða á framrúðuna um leið og maður kemur inn í Hvalfjarðargöngin þannig að maður keyrir næstum því á og þarf svo að vera með rúðuþurrkurnar á fullu allavega fyrsta kílómetrann inni í göngunum af því móðan kemur alltaf aftur?
Á meðan ég var að furða mig á þessu fór maðurinn í útvarpinu að tala um að bráðum yrði uppstigningardagur geitunga. Grátigrát. Eitthvað rámar mig í það að þegar ég var lítil stelpa í stórri borg í Þýskalandi, þar sem ég var líka stödd í íbúð með stórum glugga með nokkrum geitungum í, hafi ég skemmt mér ágætlega við geitungafjöldamorð vopnuð engu nema belti. (Ég reyndar skil ekki alveg hvernig ég var að nota belti til að drepa geitunga en svona er þetta í minningunni.) Þetta var áður en geitungar gerðu innrás í Ísland og þegar þeir komu fannst mér það svo sem ekkert gaman en ég var ekki hrædd við þessar litlu röndóttu flugur....hélt alveg kúlinu á meðan aðrar stelpur hlupu í allar áttir alveg að gera í buxurnar úr hræðslu (ok, kannski smá ýkt ...en það er allavega satt að ég hélt alveg kúlinu). Því ég vissi jú alveg að geitungar stungu (oftast) bara ef þeim fannst þeim ógnað. Þetta veit ég enn þann dag í dag og veit líka að býflugur eru ennþá meiri friðarsinnar en geitungar en samt verð ég eins og histerísk gömul kelling þegar ég sé svona feitt loðið fljúgandi kvikindi. Hvað er það? Ég skil alveg að maður hættir að þora alls konar hlutum með aldrinum, losnar við fífldirfskuna skulum við segja, en þetta er bara sönnun fyrir því að maður forheimskast líka með aldrinum. Eða ég allavega. Eins og heilastöðvarnar sem stjórna hræðslu og stöðvarnar sem vita hvað maður þarf að hræðast eigi í einhverjum samskiptaörðugleikum...eða eitthvað....örugglega til eitthvað gott orð yfir þetta á latínu.
Anyways...hann (útvarpsmaðurinn) var eflaust að lesa þetta upp úr einhverju blaði eða eitthvað og þar stóð að núna yrði væntanlega mun meira af geitungum en í fyrra. Svo bætti hann við að enginn vissi í rauninni af hverju stofninn hefði hrunið í fyrra en að það væri væntanlega bara tímabundið hrun. Ha? Vissi það enginn? Ég hélt að þeir hefðu ruglast í ríminu af því það kom eitthvað hlýindaskeið á undan sumrinu og geitungarnir fóru á stjá og svo kom frost aftur og drap þá alla. Bjó ég þessa kenningu bara til sjálf?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)