Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað meina yfirvöld í Súdan?

Enn einu sinni ætla ég að flagga fáfræði minni og játa að ég bara botna hvorki upp né niður í neinu. Af hverju í ósköpunum hafna súdönsk yfirvöld því að lið Sameinuðu Þjóðanna taki við af liði Afríkusambandsins sem er greinilega ekki í stakk búið til að takast á við verkefnið? Og ef ástæðan er sú eina sem mér dettur í hug (enda fáfróð með meiru um málið - en það er að yfirvöldi vilji einfaldlega ekki að þessu liði í Darfur sé hjálpað af "hlutlausum aðilum") hvaða ástæðu geta þeir þá gefið sem afsökun?

Arg...enn eina ferðina er ömurleiki heimsins að ná að gera mig pirraða!


mbl.is Egeland: „Gæslulið SÞ í Darfur lífsnauðsyn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rockstar geðveikin

Í lok seinustu viku þegar kosningaherferðin fyrir hönd Magna fór í gang hugsaði ég nú stundum með mér að það væri nú eitthvað mikið að hjá sumum - væri fullgróft að ætlast til þess að heil þjóð sneri við sólarhringnum af því að Íslendingur sem var búinn að vera að meika það í raunveruleikaþætti væri kannski að detta út. Svo var ég nú farin að smitast smá af allri geðveikinni og þegar ég heyrði að Menntaskólinn á Egilsstöðum hefði gefið frí í fyrstu tímunum í morgun svo að fólk gæti vakað og kosið fylltist ég bara stolti yfir að vera partur af svona ótrúlega krúttlegri þjóð.

M.a.s. X-ið 977 tók þátt í auglýsingaherferðinni, en sem rokkstöð geta þeir auðvitað ekki bara verið yfirlýstir Magnaaðdáendur en þeir komu sér sko vel frá sinni stuðningsyfirlýsingu án þess að tefla orðspori sínu í tvísýnu. Heyrði einhver annar þessa auglýsingu? Fyrst eru spiluð brot úr einhverjum lögum með Á móti sól og svo segir kallinn "langar ykkur að heyra meira af þessu ógeði?....nei það viljum við ekki heldur! Kjósiði Magna í nótt svo það komi pottþétt ekki út fleiri lög með Á móti sól." Djöfull fannst mér þetta fyndið. Og þessi auglýsing virkaði á mig því ég fór heim til mömmu með tölvuna að horfa á Rockstar til þess að geta kosið (þar sem ég er ekki með netið heima). Það reyndar gekk ekki upp, en ég reyndi þó - og mamma sat víst við tölvuna í einn og hálfan tíma í nótt. Kom svo í vinnuna í morgun og sá póst um að það væri ennþá hægt að kjósa svo ég smellti tölvunni yfir á Hawaii tíma og bombaði inn nokkrum atkvæðum. 


Bráðum fer ég að ganga um með viskustykki á hausnum

Jahá...ekki bjóst við því að segja eða skrifa eitthvað svona, en þessi Íransforseti er nú greinilega ekki alvitlaus. Ég er sammála öllu sem hann segir þarna og þætti nú bara gaman að sjá þessar sjónvarpskappræður.

Ég myndi kannski ekki taka alveg eins djúpt í árinni og hann og sleppa alhæfingum um að neitunarvald útvaldra þjóða í öryggisráðinu sé orsök allra deilna í heiminum, en er samt sammála því að þetta neitunarvald sé barn síns tíma. (Þó það sé kannski óviðeigandi að blanda Eurovision inn í umræður um þessi háalvarlegu mál, þá finnst mér það svona álíka kjánalegt og að Bretar, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar þurfi ekki að taka þátt í undankeppninni. Það að þeir séu "stóru þjóðirnar" í Evrópu þýðir ekki að þeir sendi betri lög en aðrir í þessa annars vibbakeppni, og það sama á við um þjóðirnar sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu - stærðin gefur þeim ekki sjálfkrafa meiri gáfur eða betri yfirsýn en hinum).

Las reyndar í þessari frétt í gær að hann telur helförina vera uppspuna og svoleiðis rugl hlusta ég nú ekki á, en það er samt alveg satt hjá honum að "Með því að stuðla að landnámi eftirlifenda Helfararinnar á hernumdu svæðunum í Palestínu, þá hafa þeir skapað stöðuga ógn í Miðausturlöndum."

Nú alveg sökka ég í sögu og veit ekkert hvað var í gangi á þessum slóðum fyrir stofnun Ísraelsríkis, en gæti ekki verið að Mið-Austurlönd lifðu bara í sátt og samlyndi við restina af heiminum ef Ísrael hefði ekki verið plantað þarna?


mbl.is Forseti Írans býður Bush til sjónvarpskappræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush og Pinochet

Mikið finnst mér "gaman" að lesa svona fréttir um þjóðina eða manninn sem þykist vera að koma á lýðræði og frelsi út um allt. Þetta er svo mikill hræsnari og viðbjóður (ætli mér verði nokkuð hótað meiðyrðamáli fyrir þessi mjög svo málefnalegu og hlutlausu ummæli?) að ég missti alla virðingu fyrir Bandaríkjamönnum almennt þegar þeir kusu hann yfir sig í annað sinn. Svo loksins þegar það koma fram Bandaríkjamenn sem endurvekja hjá manni von um að þeir séu ekki allir fávitar, þá eru þeir bara bannaðir.

Þetta minnir nú bara soldið á chilensku hljómsveitina Illapu, sem í valdatíð Pinochet söng um hluti sem einræðisherranum þóknuðust ekki. Þeir urðu mjög vinsælir í S-Ameríku og fóru í tónleikaferðalag um Evrópu en þegar þeir snéru til baka árið 1981 var bara búið að gera þá útlæga og þeim ekki hleypt inn í landið. Þetta las ég um uppáhalds chilensku hljómsveitina mína í túristahandbók og blöskraði meðferðin en var að sjálfsögðu ánægð með að vera þess fullviss að þetta myndi ekki gerast í því Nútíma-Chile sem ég bjó í. Og ég hef nú á tilfinningunni að Bandaríkjamenn væru ekki alveg til í viðurkenna að þeir væru komnir styttra í sinni lýðræðisþróun en Chilebúar.

Henti svo inn einu lagi með Illapu hérna á kantinn - sem var einmitt fyrsta lagið sem ég lærði að spila á quenu.


mbl.is Heimildamynd Dixie Chicks sýnd um svipað leyti og kosningar fara fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinberir klikkalingar

Kastljósið í gær var eitthvað það skemmtilegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð í langan tíma. Djöfull tók Heimir Már þennan guðfræðingsfávita í bakaríið og það á svona líka skemmtilegan hátt. Jón sagði ekki eitt einasta orð sem Heimir neyddi hann ekki til að éta ofan í sig aftur, verst að Jón virðist bara vera of heimskur eða hlustunarfatlaður ("glæsilegt" nýyrði hér á ferð) til að fatta það. Eða kannski bara hlustar hann ekki á á homma, nema þeir séu bara smá hommar. Gaman að fá svona fávita í Kastljósið stundum, sérstaklega þegar það er einhver svona skemmtilegur á móti þeim. Er ansi hrædd um að ég hefði verið löngu búin að missa þolinmæðina og hjóla í hann bara af pirringi.

Þetta er svo líka algjör snilld. Gaurinn í framboði til formanns og er bara heví sáttur með að hann fær að sitja þing framsóknarmanna og hafa atkvæðisrétt. Finnst líka sniðugt að hann vill svona kynna sér framsóknarmenn, hljómar eiginlega ekkert eins og hann sé alveg með það á hreinu hvort hann sé sjálfur framsóknarmaður yfir höfuð. Svo mæli ég alveg með því að þið klikkið á "skoða fleiri ávörp hauks" og hafi meira gaman að. Er að vísu ekki búin að leggja í elstu tvö ennþá en það er á stefnuskránni. Yndislegt líka hvernig hann er alltaf að segja "og endilega veriði dugleg að blögga."


Mótmælendur, helgin og ný byrjun

Oh þessir mótmælendur eru svo miklir bjánar. Í fyrsta lagi, hvað halda þeir að þeir geti stoppað úr þessu? Og í öðru lagi eru þetta allt svo miklar bavíanaaðgerðir að þeir koma óorði á náttúrverndarsinna og mótmælendur yfir höfuð svo maður fer ósjálfrátt að tengja slík áhugamál við greindarskort sem er þó engan veginn réttlátt.

Í öðrum fréttum er það helst að ég borðaði geðveikt góðan mat hjá Tótu á föstudagskvöldið og sofnaði svo í partíinu sem fylgdi og vaknaði ekki fyrr en Tóta og Nico voru búin að fara í annað partí og bæinn og voru komin heim til að reka mig úr rúminu sínu. Eftir það tókst mér ekki að sofna aftur svo ég horfði á barnatímann á RÚV á laugardagsmorgun í nýja fína sjónvarpinu mínu, en það gamla lagaðist einmitt af sjálfu sér sama dag og ég fékk það nýja svo nú er þetta gamla 28" bara til sölu eða eitthvað. Svo fór ég í Smáralindina eiginlega um leið og hún opnaði því mér leiddist og ég kann greinilega ekki að vera vakandi á laugardagsmorgnum. Þar settist ég niður á café adesso eða hvað það nú heitir með tölvuna mína og skrifaði ógeðslega langa og skemmtilega færslu um bæði föstudagskvöldið og sjónvarpið en ég var svo mikið fífl að mér tókst að láta tölvuna verða alveg batteríslausa svona sekúndu áður en ég ýtti á "vista og birta"-takkann svo hún hvarf. Af hverju ég var ekki löngu búin að ýta á "vista sem uppkast"-takkann veit ég ekki...ætli ég sé ekki bara fífl. Þar sem ég nenni ekki að skrifa sömu hlutina tvisvar er bara stutta og ófyndna útgáfan af föstudagskvöldinu og sjónvarpinu látin duga.

Við mamma skelltum okkur svo í bíltúr á Laugarvatn í smá heimsókn til Gogga frænda og co rétt eftir hádegi sem varð svo ekkert smá heimsókn. Eftir mikið spjall, kökuát og leik við hinn tæplega eins árs og ótrúlega krúttlega Brimi fórum við að spila Catan - landnemar, sem við mamma vorum að prófa í fyrsta skipti og vá hvað þetta er skemmtilegt spil. Svo var okkur bara boðið í kvöldmat (útigrillaður lax...mmmmm) og eftir mat var tekið annað spil og við mamma komum í bæinn um miðnætti. Þetta spil verður án efa næsta fjárfesting mín og þá verður sko enginn sem kemur í heimsókn óhultur...ég mun neyða fólk til að læra þetta og spila. Og þetta finnst mér þrátt fyrir að hafa eiginlega bara skitið á mig í bæði skiptin sem við spiluðum.

Þá er kannski komið að því að útskýra síðustu færslu aðeins. Síðasta prófið er í höfn og útskrift úr verkfræðideild í október verður að raunveruleika. Í tilefni af því ákvað ég að ég vil ekki vera verkfræðingur. Hef ekki nokkurn minnsta áhuga á þessum leiðindafræðum og hef aldrei haft og hvernig ég hef lifað þetta af í 5 ár án þess að lenda í neinu alvarlegu þunglyndi er ofar mínum skilningi. En um daginn fattaði ég loksins að þótt ég hafi asnast til að skrá mig í verkfræði í háskólanum fyrir 5 árum síðan þarf ég ekki að líða fyrir þá slæmu ákvörðun allt mitt líf - er langt frá því að vera of gömul til að breyta til. Og mikið er ég fegin að ég fattaði þetta núna en ekki eftir 20 ár. Þó að verkfræðingar haldi öðru fram, þá trúi ég því að það eigi að vera gaman í vinnunni og veit að það er til fólk sem finnst gaman í vinnunni svo ég bara ætla að stefna að því og fara í eitthvað nýtt og spennandi nám eftir ár. Í millitíðinni ætla ég að skella mér á sjó og veiða fisk sem er eitthvað sem mig langaði alltaf mikið til að gera þegar ég var unglingur en gerði aldrei. Og nei, ég er ekki að djóka eins og langflestir sem ég hef sagt frá þessu halda. Ætli ég sé ekki bara svona klikkuð.


mbl.is Mótmælendur tóku yfir verkfræðistofu á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Netóðir íslendingar?

Hahaha...við Íslendingar erum svo miklir plebbar...og samt svo mikil krútt. Veit svo sem ekkert um áreiðanleika þessarar könnunar þegar fréttin var skrifuð en núna er Magni allt í einu kominn í 70% og ég efast ekki um að eftir að fréttin birtist á mbl streymdu ógrynni Íslendinga sem aldrei höfðu heyrt um síðuna áður inn á www.supernovafans.com til að kjósa okkar mann. Skemmtilegt hvernig fjölmiðlar geta haft áhrif á eigin fréttir og það alveg óvart.

Þessi skjótu viðbrögð þjóðarinnar við skoðanakönnun á einhverri síðu sem enginn veit um leiðir mann svo út í pælingar um þættina sjálfa þar sem úrslitin ráðast jú með netkosningu. Ætli við séum svo netóð og stolt af því að fá að vera með að Magni endi bara aldrei í bottom 3? Getur það verið að kosningaþátttaka í Rockstar á Íslandi sé svo góð að restin af heiminum hafi bara ekkert í okkur? Er alls ekki að efast um að það er fullt af útlendingum að kjósa Magna líka og mér finnst hann hafa verið geðveikt góður, en ætli niðurstöðurnar skekkist ekki soldið vegna þess hvað við erum öfgafull þjóð? En samt...rock on magni! Ullandi


mbl.is Magni leiðir netkosningu um næsta söngvara Supernova
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í volli

Er þetta ekki eitthvað djók? Eða er ég að misskilja? Er virkilega verið að bjóða fólki peninga fyrir að drepa sódómista? Ég virðist ekkert ætla að venjast því hvað heimurinn er fucked up staður.

Svo virðist allt vera að fara fjandans til hérna á íslandi líka og mér finnst eins og við séum bara á leið í moldarkofana aftur...að minsnta kosti vorum við einu sinni nútímaþjóðfélag en miðað við fréttir seinustu daga og vikur erum við bara að verða að einhverju bananalýðveldi aftur. Verðbólgan í hámarki, fasteignamarkaðurinn á barmi þess að hrynja og yngri helmingur þjóðarinnar (including me) að fara að sitja uppi með milljóna skuldir umfram eignir, Pólverjar búandi við aðstæður sem væru ekki hundum sæmandi og látnir borga fyrir það himinháar fjárhæðir, businesskallar að kaupa upp lönd og hrella sumarhúsaeigendur á máta sem mér finnst eiga heima í íslendingasögunum, lóðaúthlutanir á höfuðborgarsvæðinu virðast líka virka eftir einhverju forsögulegu klíkuskapskerfi, álver skulu rísa út um allt hvað sem hverjum finnst en stjórnvöld eru nú samt ekki með neina stóriðjustefnu að eigin sögn og þetta er bara allt í volli.

Ef ég bæti svo ofan á þetta eigin tilvistarkreppu sem hefur aðallega með það að gera að ég er búin að sóa seinustu 5 árum af lífi mínu í að reyna að ná í einhverja BS-gráðu í fagi sem ég hef ekki nokkurn minnsta áhuga á  og ég veit ekkert hvað ég vil gera við restina af lífinu finnst mér bara ærin ástæða til að fara að grenja.

Hvernig fer maður að því að laga heiminn og eigið líf?


mbl.is Mótmæli gegn hátíð samkynhneigðra í Jerúsalem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverjar á tunglinu, lýðræði vs. einræði og persónuleg vitundarvakning

Jesús Pétur og Santa María! Hvaða voðalega pissukeppni er þetta hjá þessum þjóðarleiðtogum alltaf hreint? Hvað ætla þeir að græða á þessum tunglferðum? Og so sorry, en mér finnst bara ekkert merkilegt að vera þriðja þjóðin til að senda mann út í geim. Ef ég er ekki orðin bara snargeðveik og farin að ímynda mér hluti, þá var ég í Kína fyrir 2 árum eða svo og þá sýndist mér nú vera alveg fullt af þarfari málaflokkum fyrir þá að setja þennan efnahagslega styrk sinn í. Já ég segi það og skrifa, heimurinn væri betri ef ég væri einræðisherra yfir honum öllumUllandi.

Og talandi um einræðisherra....Það var vinnuskvísupottapartí fyrir 2 helgum síðan og eftir nokkra bjóra og nokkur kampavínsglös var ég búin að finna skoðanasystur í pottinum sem var sem sagt sammála mér í því að þetta lýðræði sem við búum við og verið er að reyna að fá allan heiminn til að taka upp sé ekki nógu sniðugt kerfi af hinum ýmsustu ástæðum, og að menntað einræði væri bara miklu sniðugri kostur. Við erum að vísu ekki búnar að finna neina praktíska útfærslu á ýmsum smáatriðum eins og hvernig skuli velja góða einræðisherra eða hvernig eigi að passa upp á að þeir verði ekki bara tjúllaðir af öllum völdunum með tímanum og hætti að vera góðir einræðisherrar. En við vorum komnar með þá bráðabirgðalausn að sjá bara um þetta sjálfar, eða hún mátti vera einræðisherra og ég sérstakur ráðgjafi. Eitt af okkar fyrstu verkum átti að vera að hækka bensínverð um ein 400% (en bæta að sjálfsögðu um leið almenningssamgangnakerfið verulega) þar sem svona "smáhækkanir" eins og hafa orðið nýlega virðast ekkert draga úr notkun einkabílsins.

Þetta eru auðvitað engar stórfréttir, bara pólitískt fyllerísbull (með miklu sannleiksívafi þó) í heitum potti - en einhver áhrif hafði þetta þó á mig því síðan þá er ég bara ekki búin að hreyfa bílinn nema ég sé að fara eitthvað sem er engan vegin í göngufjarlægð (nema reyndar einu sinni þegar ég var að fara að kaupa áfengi í massavís - ein 10 kg eða svo, 1,5 km í burtu og var á hraðferð, þá keyrði ég). Á þessum tíma er ég búin að fara þrisvar labbandi í bæinn, fjórum sinnum út á videoleigu og tvisvar í ljós. Allt ferðir sem ég hefði annars farið keyrandi-bara af því maður er örlítið fljótari að því. Þó að þessar stuttu gönguferðir mínar geri kannski ekki gæfumuninn fyrir ósonlagið eða nærri uppþornaðar olíulindir heimsins, og jafnvel ekki mikið fyrir mína persónulega bensíneyðslu, þá er það góð tilfinning að vera að fara eftir því sjálfur sem manni finnst og predikar að allir eigi að gera.


mbl.is Kínverjar ætla að senda mann til tunglsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskulegar pælingar?

Call me stupid, en af hverju er það svona mikið hræðilegra fyrir heiminn að Íranar þrói kjarnorkuvopn heldur en til dæmis Bandaríkjamenn? Nú sé ég óneitanlega kosti þess fyrir mig persónulega að Íranar eða aðrar þjóðir sem hafa kannski frekar stuttan kveikjuþráð gagnvart Vesturlandabúum og þá sérstaklega hinum viljugu þjóðum (og lái þeim hver sem vill) eigi engin kjarnorkuvopn. En ef ég væri Arabi, þá stæði mér nú ekkert á sama um það heldur að stíðsóða arabahatandi simpansakvikindið réði yfir slíkum vopnum. Og til að opinbera enn frekar heimsku mína skil reyndar ég ekki heldur af hverju einhver hefur einu sinni áhuga á að þróa vopn sem geta sprengt jörðina í loft upp á einu bretti? Hver gæti hugsanlega grætt á því?

Svo svona í fjarskyldum útúrdúr, þá ætla ég að setja hérna link á textann og söguna úr Leaving Beirut, sem mér fannst held ég bara mest töff hlutinn af Roger Waters tónleikunum, allavega fyrir hlé.


mbl.is Peres telur að Íranar muni láta undan þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband