Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
29.8.2006 | 15:27
Bráðum fer ég að ganga um með viskustykki á hausnum
Jahá...ekki bjóst við því að segja eða skrifa eitthvað svona, en þessi Íransforseti er nú greinilega ekki alvitlaus. Ég er sammála öllu sem hann segir þarna og þætti nú bara gaman að sjá þessar sjónvarpskappræður.
Ég myndi kannski ekki taka alveg eins djúpt í árinni og hann og sleppa alhæfingum um að neitunarvald útvaldra þjóða í öryggisráðinu sé orsök allra deilna í heiminum, en er samt sammála því að þetta neitunarvald sé barn síns tíma. (Þó það sé kannski óviðeigandi að blanda Eurovision inn í umræður um þessi háalvarlegu mál, þá finnst mér það svona álíka kjánalegt og að Bretar, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar þurfi ekki að taka þátt í undankeppninni. Það að þeir séu "stóru þjóðirnar" í Evrópu þýðir ekki að þeir sendi betri lög en aðrir í þessa annars vibbakeppni, og það sama á við um þjóðirnar sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu - stærðin gefur þeim ekki sjálfkrafa meiri gáfur eða betri yfirsýn en hinum).
Las reyndar í þessari frétt í gær að hann telur helförina vera uppspuna og svoleiðis rugl hlusta ég nú ekki á, en það er samt alveg satt hjá honum að "Með því að stuðla að landnámi eftirlifenda Helfararinnar á hernumdu svæðunum í Palestínu, þá hafa þeir skapað stöðuga ógn í Miðausturlöndum."
Nú alveg sökka ég í sögu og veit ekkert hvað var í gangi á þessum slóðum fyrir stofnun Ísraelsríkis, en gæti ekki verið að Mið-Austurlönd lifðu bara í sátt og samlyndi við restina af heiminum ef Ísrael hefði ekki verið plantað þarna?
Forseti Írans býður Bush til sjónvarpskappræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2006 | 15:13
Allt í volli
Er þetta ekki eitthvað djók? Eða er ég að misskilja? Er virkilega verið að bjóða fólki peninga fyrir að drepa sódómista? Ég virðist ekkert ætla að venjast því hvað heimurinn er fucked up staður.
Svo virðist allt vera að fara fjandans til hérna á íslandi líka og mér finnst eins og við séum bara á leið í moldarkofana aftur...að minsnta kosti vorum við einu sinni nútímaþjóðfélag en miðað við fréttir seinustu daga og vikur erum við bara að verða að einhverju bananalýðveldi aftur. Verðbólgan í hámarki, fasteignamarkaðurinn á barmi þess að hrynja og yngri helmingur þjóðarinnar (including me) að fara að sitja uppi með milljóna skuldir umfram eignir, Pólverjar búandi við aðstæður sem væru ekki hundum sæmandi og látnir borga fyrir það himinháar fjárhæðir, businesskallar að kaupa upp lönd og hrella sumarhúsaeigendur á máta sem mér finnst eiga heima í íslendingasögunum, lóðaúthlutanir á höfuðborgarsvæðinu virðast líka virka eftir einhverju forsögulegu klíkuskapskerfi, álver skulu rísa út um allt hvað sem hverjum finnst en stjórnvöld eru nú samt ekki með neina stóriðjustefnu að eigin sögn og þetta er bara allt í volli.
Ef ég bæti svo ofan á þetta eigin tilvistarkreppu sem hefur aðallega með það að gera að ég er búin að sóa seinustu 5 árum af lífi mínu í að reyna að ná í einhverja BS-gráðu í fagi sem ég hef ekki nokkurn minnsta áhuga á og ég veit ekkert hvað ég vil gera við restina af lífinu finnst mér bara ærin ástæða til að fara að grenja.
Hvernig fer maður að því að laga heiminn og eigið líf?
Mótmæli gegn hátíð samkynhneigðra í Jerúsalem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)