Færsluflokkur: Vefurinn
25.8.2006 | 11:28
Af öðrum bloggurum
Váááá! Og ég sem hélt að ég hefði gaman að Rockstar...bara búin að missa af einum þætti so far og virðist vera asnalega mikið með þetta á hreinu þegar það er til dæmis verið að tala um þetta í mat í vinnunni.
Annars vil ég lýsa frati á næstum alla sem hefur hlotnast sá heiður að vera í tenglalistanum mínum...meirihlutinn af þessu liði er bara hættur að blogga, eða gerir það einu sinni í viku eða sjaldnar, svo bloggrúnturinn minn í morgunsárið er eitthvað óttalega aumkunarverður þessa dagana. Ég er reyndar ekkert að hvetja fólk til að breyta þessu eitthvað - ekkert gaman að uppkreistum og píndum bloggum - en ég hlýt að mega lýsa frati á þetta samt.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2006 | 12:59
Opinberir klikkalingar
Kastljósið í gær var eitthvað það skemmtilegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð í langan tíma. Djöfull tók Heimir Már þennan guðfræðingsfávita í bakaríið og það á svona líka skemmtilegan hátt. Jón sagði ekki eitt einasta orð sem Heimir neyddi hann ekki til að éta ofan í sig aftur, verst að Jón virðist bara vera of heimskur eða hlustunarfatlaður ("glæsilegt" nýyrði hér á ferð) til að fatta það. Eða kannski bara hlustar hann ekki á á homma, nema þeir séu bara smá hommar. Gaman að fá svona fávita í Kastljósið stundum, sérstaklega þegar það er einhver svona skemmtilegur á móti þeim. Er ansi hrædd um að ég hefði verið löngu búin að missa þolinmæðina og hjóla í hann bara af pirringi.
Þetta er svo líka algjör snilld. Gaurinn í framboði til formanns og er bara heví sáttur með að hann fær að sitja þing framsóknarmanna og hafa atkvæðisrétt. Finnst líka sniðugt að hann vill svona kynna sér framsóknarmenn, hljómar eiginlega ekkert eins og hann sé alveg með það á hreinu hvort hann sé sjálfur framsóknarmaður yfir höfuð. Svo mæli ég alveg með því að þið klikkið á "skoða fleiri ávörp hauks" og hafi meira gaman að. Er að vísu ekki búin að leggja í elstu tvö ennþá en það er á stefnuskránni. Yndislegt líka hvernig hann er alltaf að segja "og endilega veriði dugleg að blögga."
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.7.2006 | 13:40
Netóðir íslendingar?
Hahaha...við Íslendingar erum svo miklir plebbar...og samt svo mikil krútt. Veit svo sem ekkert um áreiðanleika þessarar könnunar þegar fréttin var skrifuð en núna er Magni allt í einu kominn í 70% og ég efast ekki um að eftir að fréttin birtist á mbl streymdu ógrynni Íslendinga sem aldrei höfðu heyrt um síðuna áður inn á www.supernovafans.com til að kjósa okkar mann. Skemmtilegt hvernig fjölmiðlar geta haft áhrif á eigin fréttir og það alveg óvart.
Þessi skjótu viðbrögð þjóðarinnar við skoðanakönnun á einhverri síðu sem enginn veit um leiðir mann svo út í pælingar um þættina sjálfa þar sem úrslitin ráðast jú með netkosningu. Ætli við séum svo netóð og stolt af því að fá að vera með að Magni endi bara aldrei í bottom 3? Getur það verið að kosningaþátttaka í Rockstar á Íslandi sé svo góð að restin af heiminum hafi bara ekkert í okkur? Er alls ekki að efast um að það er fullt af útlendingum að kjósa Magna líka og mér finnst hann hafa verið geðveikt góður, en ætli niðurstöðurnar skekkist ekki soldið vegna þess hvað við erum öfgafull þjóð? En samt...rock on magni!
Magni leiðir netkosningu um næsta söngvara Supernova | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.6.2006 | 09:53
Frétt af visir.is
Möguleg stökkbreyting fuglaflensuveirunnar
Nýjasta dæmi fuglaflensusmits í mönnum í Kína bendir til þess að H5N1 veiran hafi stökkbreyst. Veiran virðist nú vera jafn smitandi í heitu veðri og í köldu að sögn heilbrigðisráðherra Hong Kong. H5N1 veirustofninn þrífst best í köldum veðrum á norðurhveli jarðar en í gær bárust fréttir af smiti 31 árs vörubílstjóra. Einnig virðist vera hægt að smitast af fuglaflensunni af fuglum sem sýna engin einkenni smits. Rannsóknir á fuglum á mörkuðum í Kína sem taldir voru heilbrigðir sýndu að um eitt prósent þeirra voru smitaðir af fuglaflensu.
Og eins og allir vita lifa 31 árs vörubílstjórar bara í heitu veðri.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2006 | 13:39
Einn lokageðsjúklingur
Svona í tilefni af því að ég var að tuða um geðsjúklinga á hi5 í seinustu viku og réðst svo aldrei í það verkefni að finna út hvernig maður eyðir sjálfum sér út af þessu, þá fékk ég þessi skilaboð send þar í gær. Verð víst að taka allt ljótt sem ég skrifaði um telefnislausar ástarjátningar til baka...þessi heillaði mig.
Og þar sem ég er greinilega búin að finna a my a guy a og er með e-mailið hans, þá loksins lét ég verða af því að eyða accountinu mínu. Sem var reyndar alls ekki flókið...var að vísu spurð svona 12 sinnum hvort ég væri absoloutly sure i wanted to....og eftir þó nokkra umhugsun gat ég klikkað á yes-takkann með minimal eftirsjá í hjarta. Langaði bara að deila þessum gleðitíðindum með ykkur - ég er sem sagt búin að finna ástina!
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2006 | 11:15
Keeping in touch á netinu
Fólk sem sendir mér boð um að vera vinir mínir á WAYN, Friendster, Bingbox eða einhverjum af hinum grilljón "vinasíðunum" á þessum blessaða veraldarverf...hættiði því! Takk. Ég lét plata mig inn á hi5 fyrir einhverjum árum síðan, fannst þetta þá rosalega sniðugt út af öllum vinunum sem ég átti dreifða út um allan heim og hélt þetta myndi gera keeping in touch eitthvað skemmtilegra. Ég hef fengið ein skilaboð frá samnemanda í Noregi og þau voru ekki einu sinni ætluð mér...held ég....hann allavega kallaði mig alisu allan tímann. En ég hef aftur á móti fengið grilljón skilaboð frá einhverjum ógeðslegum köllum frá löndum þar sem ljóst hár þekkist ekki að dásama fegurð mína, iðulega á mjög lélegri ensku og stundum hafa svo fylgt því bónorð eða aðrir enn hallærislegri hlutir. Hversu heimskur þarf maður til dæmis að vera til að skrifa Suna þrisvar í sömu skilaboðin þegar einu upplýsingarnar sem maðurinn hefur um mig eru að ég heiti Sunna og sé 23 ára frá Íslandi. Þetta er sem sagt nýjasta nýtt og dugði vel til að gera mig extremely pirraða svona í morgunsárið (10:30...morgunsárið á minn mælikvarða allavega)
Halló! Beutiful form life in this planet? Grey maðurinn!
Önnur þroskaheft skilaboð:
I REALL APRECIATE YOUR PIC IN YOUR PROFILE IT REALLY GIVE S ME A LOT CONCERN TO THE EXTEND THAT I CAN,T BE ABELED TO CONTROL MY EMOTIONAL FEELING THE DAY I MEET YOU ON HI5.COM . YOU LOOKS VERY PRETTY AND VERY ADMIRABLE I CAN STAY TO MISS SOMEBODY LIKE YOU. Svo lét hann mig fá gemsanúmerið sitt líka...er alltaf á leiðinni að hringja.
Svo er þetta alveg eitt af uppáhöldunum mínum, alveg ótrúlega sick og svo vill svo skemmtilega til að Heiða fékk nákvæmlega sömu skilaboðin, orðrétt .
am in chock , beautifull face , sexy eyes , sweet mouth
,
and i have feelings that you are perfect in your thoughts
in
your education , in your hope in this life and i feel that
we can have the same wish . something special let me want
to
be close to you i dont know what is the secret , i want you
to trust me i have feelings that i will make you happy in
this life and give you big happiness and let you the most
happy woman in the universe , i hope that i can recieve
answer from you and believe me that i can be in your trust
.
take good care
Og það eru mörg mörg fleiri í svipuðum dúr. Maður myndi kannski halda að þetta væri smá flattering, sérstaklega þar sem ég er nú engin Unnur Birna og heyri kannski ekki alveg 10 sinnum á dag að fegurð mín sé slík að sterkustu menn falli í yfirlið, en nei....þetta er bara pirrandi. Ætli einhver hafi fundið sér eiginkonu með svona sækóbréfi? Finnst einkar skemmtilegt að ég sé perfect in my thoughts and education þar sem það eina sem maðurinn veit um mig er nafn, aldur og að ég er íslendingur, og svo er þarna ein mynd af mér.
Mission dagsins í dag er sem sagt að finna út hvernig maður eyðir profilenum sínum út af þessu drasli og nú sver ég og sárt við legg að ég skrái mig ekki inn á neitt annað svona dót sama hvað ég fæ mörg invitation.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)