Færsluflokkur: Útvarp
30.8.2006 | 14:16
Rockstar geðveikin
Í lok seinustu viku þegar kosningaherferðin fyrir hönd Magna fór í gang hugsaði ég nú stundum með mér að það væri nú eitthvað mikið að hjá sumum - væri fullgróft að ætlast til þess að heil þjóð sneri við sólarhringnum af því að Íslendingur sem var búinn að vera að meika það í raunveruleikaþætti væri kannski að detta út. Svo var ég nú farin að smitast smá af allri geðveikinni og þegar ég heyrði að Menntaskólinn á Egilsstöðum hefði gefið frí í fyrstu tímunum í morgun svo að fólk gæti vakað og kosið fylltist ég bara stolti yfir að vera partur af svona ótrúlega krúttlegri þjóð.
M.a.s. X-ið 977 tók þátt í auglýsingaherferðinni, en sem rokkstöð geta þeir auðvitað ekki bara verið yfirlýstir Magnaaðdáendur en þeir komu sér sko vel frá sinni stuðningsyfirlýsingu án þess að tefla orðspori sínu í tvísýnu. Heyrði einhver annar þessa auglýsingu? Fyrst eru spiluð brot úr einhverjum lögum með Á móti sól og svo segir kallinn "langar ykkur að heyra meira af þessu ógeði?....nei það viljum við ekki heldur! Kjósiði Magna í nótt svo það komi pottþétt ekki út fleiri lög með Á móti sól." Djöfull fannst mér þetta fyndið. Og þessi auglýsing virkaði á mig því ég fór heim til mömmu með tölvuna að horfa á Rockstar til þess að geta kosið (þar sem ég er ekki með netið heima). Það reyndar gekk ekki upp, en ég reyndi þó - og mamma sat víst við tölvuna í einn og hálfan tíma í nótt. Kom svo í vinnuna í morgun og sá póst um að það væri ennþá hægt að kjósa svo ég smellti tölvunni yfir á Hawaii tíma og bombaði inn nokkrum atkvæðum.
Útvarp | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)