Færsluflokkur: Ferðalög
16.11.2006 | 20:02
Prumpuborg
Tha er eg komin til Svithjodar i heimsoknarferdina miklu til Helgu og Malle. Og eg er byrjud ad blogga sem hlytur ad thyda ad mer leidist jafn mikid og i gomlu vinnunni sem er ekki gott.
Aetladi ad taka lest til Lundar beint af flugvellinum i Stokkholmi thegar eg lenti rett eftir hadegi i dag, en thar var mer sagt ad thad vaeri bara allt uppselt, eg aetti ad profa a adallestarstodinni i Stokkholmi. Svo eg tok rutu thangad og fann midasoluna og thar var mer lika sagt ad thad vaeri allt uppselt. Jibbi!!! En eitthvad var laust i lestina sem fer kl. 11 i kvold og er af einhverjum astaedum 7 og halfan tima a leidinni a medan hinar eru bara 4. En hvad um thad, eg bara keypti soleidis mida svo eg kem til Helgu eldsnemma i fyrramalid i stadinn fyrir um kvoldmatarleitid i kvold. Tha var bara ad eyda thessum 9 timum i stokkholmi. Thar sem Malle byr her var eg soldid bjartsyn a ad thetta yrdi bara hinn finasti dagur en hun er ekki med sima stelpan (hvernig er haegt ad vera ekki med sima?!?!) svo eg sendi henni e-mail um stoduna og sagdi henni ad hringja i mig....sem hun hefur ekki gert. Tha akvad eg nottla ad fyrsta mal a dagskra vaeri ad finna ser einhvern saemilega kosi bar og fa ser ol og sigo. Eg held eg hafi verid buin ad labba i ruman klukkutima thegar eg fann eitthvad sem gat hugsanlega flokkast undir saemilega kosi bar, for thar inn og keypti mer bjor. Svo settist eg nidur med bjorinn minn og bad um oskubakka, en neinei, Sviar eru ad sjalfsogdu ein af thessum asnathodum sem eru bunar ad banna reykingar a borum. Og ekki ma madur fara med bjorinn ut i hurd heldur svo eg drakk halfan bjor, for svo ut a gotu og reykti eina rettu, for svo inn og klaradi bjorinn og byrjadi svo bara aftur ad labba...i thetta skiptid ekki einu sinni ad leita ad bar thvi thad er ekkert varid i bjor sem ma ekki reykja med. Kikti i einhverjar budir (eins og mer finnst thad nu gaman), keypti ekki neitt og rafadi meira um. Fann svo bio og akvad ad thad hlyti ad vera agaetis daegrastytting. Borgadi mig inn a naestu syningu af Pirates of the Carribean sem er by the way dyrara en ad fara i bio heima a islandi. Svo beid eg i svona halftima og for svo inn i sal og sofnadi i auglysingunum og bara vaknadi ekki aftur fyrr en myndin var buin-svo thar var 1000 kronum vel varid. Reyndar grisadi eg a alveg retta myndi fyrir svona starfsemi thvi hun var alveg 2 og halfur timi og thar med fekk eg lengri svefntima fyrir peningana mina. Svo kom eg bara hingad a internetid og nuna a eg bara eftir ad drepa 2 tima i thessari borg alein. Veit bara ekkert hvar mig langar ad drepa tha thegar thad ma hvergi reykja.
En djofull hlakka eg til ad koma upp i thessa lest a eftir og sofa i 7 tima og vakna svo i Lundi med felagsskap af Helgu, Eddu og fleiri furdufuglum.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.7.2006 | 11:18
Return of the Sunna
Komin aftur til baka frá Hróarskeldu í heilu lagi...ef maður telur ekki húðflyksurnar sem hrynja reglulega af nefi mínu og öxlum vegna sólbruna sem sjálfstæða parta. Það er auðvitað bara púrahamingja í gangi með að vera komin til baka í vinnuna, skil ekki hvernig ég gat sleppt því að mæta á skrifstofuna 6 heila daga í röð, var bara komin með fráhvarfseinkenni...sem lýstu sér í taumlausri gleði og brosi allan hringinn.
Það var alveg geðveikt gaman úti og ég man eftir næstum því allri ferðinni sem verður held ég bara að teljast gott. Var samt ekki alveg eins dugleg að fara á tónleika og ég ætlaði mér og finnst súrast að hafa misst af Primal Scream en annars er mér eiginlega bara alveg skííítsama. Hitti aftur á móti Tiga og hann er bara alveg jafn sætur in person og ég hélt. Og eins furðulegt og mér eiginlega finnst það þá fannst mér Roger Waters-tónleikarnir bestir - eða ég allavega fór í mesta fílinginn á þeim. Ætlaði eiginlega ekkert mikið að fara fyrst af því ég var svo nýbúin að sjá hann hérna heima og það var jú fullt annað í gangi á sama tíma en svo var hann bara miklu betri úti - eða upplifun mín allavega miklu magnaðri...en það var eflaust að einhverju leiti út af þessu með B-svæðið þegar ég fór hérna heima.
Sló svo öll fyrri met í verauppiísófamaraþonum eftir að ég kom aftur til kaupmannahafnar því þar lá ég frá svona 1 eftir hádegi á mánudegi þangað til 9 í gærmorgun. Kom bara við gólfið til að fara tvisvar á klósettið, einu sinni í langþráða sturtu og einu sinni til dyra að taka á móti pizzu. Verð eiginlega að segja að þetta voru mjöööög ljúfir 20 tímar og ég horfði á alla fyrstu seríuna af futurama - djöfull eru það ógeðslega fyndnir þættir. Held ég þurfi að fara aftur á næsta ári og horfa þá á aðra seríu og svo þriðju á þarnæsta ári. En þá verð ég líka að vera að koma af hróarskeldu því undir öðrum kringumstæðum myndi ég væntanlega vilja eyða degi í Köben í eitthvað annað en teiknimyndagláp. Já heyrðu, ég hlýt að hafa komið eitthvað við gólfið líka til að skipta um disk í dvd-spilaranum...damn, caught myself in my own lie Get samt ekki neitað því að það var ótrúlega gott að koma í mat til ömmu í gær og fá fyrstu máltíðina í viku sem var ekki samloka, hamborgari eða pizza.
Myndi lofa að skella inn myndum fljótlega en eftir að hafa haft þvílíkt fyrir því að sækja myndavélina mína áður en ég fór út þá tók ég bara 2 myndir. Önnur er af hundi í lest og hin er held ég af hluta af andlitinu á Billiam...báðar teknar á leiðinni frá flugvellinum og heim til hans. Ég er venjulega svo góð í að sofa í flugvélum, sofna næstum undantekningalaust fyrir flugtak og vakna oftast ekki fyrr en eftir lendingu. En eitthvað var mér að bregðast bogalistin í þetta skiptið því ég bara sofnaði ekki. Og hvað gera Íslendingar þá? Jú þeir drekka í staðinn. Ég hef nú aldrei verið þessi týpa sem fer á flugvélafyllerí og alveg virkilega þoli ekki fullt fólk í flugvélum sem kann ekki að haga sér og ælir yfir allt og alla en núna skil ég þetta betur sko. Ég var reyndar voða stillt og ældi ekki neitt, hélt bara mitt einkapartí með ipodinum og dansaði eins og fáviti í sætinu - held samt ég hafi ekki truflað neinn, rámar samt í að fólk hafi horft smá á mig eins ég væri kannski soldið spes á leiðinni út úr vélinni og á meðan ég dansaði mig í gegnum Kaastrup. Svo varð ég víst Billiam eitthvað smá til skammar í lestinni (var víst að tala frekar hátt um að nú væri ég hætt að borða þangað til eftir hátíðina því ég vildi ekki fyrir mitt litla líf gera neitt meira en að pissa í fallegu kamrana þar - fyrir utan bara að láta eins og fullur fáviti í lest) en ég man ekkert eftir því svo það gerðist ekki.
En hver veit, kannski ég skelli inn þessum tveim myndum á morgun...hundurinn var geðveikt sætur og þar að auki oní tösku. En hvað er svo málið með það að ég hafi aldrei heyrt um fyrstu seríu af lífi britney og kevins og enn síður séð þátt? Hvar kemst maður í þetta? (jebbs...nú er ég opinberlega búin að játa að ég horfi á sumt af raunveruleikaviðbjóðnum sem ég rakka reglulega niður og hef bara baman að....en hver gerir það svo sem ekki?
Spears vill í sjónvarpið á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)