Færsluflokkur: Matur og drykkur

Detti mér nú allar dauðar....

Var að koma úr mat og það var pizza. Og ekki bara pizza, heldur Domino's pizza. Og ekki bara Domino's pizza heldur uppáhalds Domino's pizzan mín - Santa Fe. Voru þarna tvær sneiðar í felum inn á milli kassalaga heimabökuðu sneiðanna og ég nappaði þeim sko báðum. Enda ananas á hinni pizzunni svo annars hefði ég ekki fengið neitt.

Svo virðist það einhvern veginn hafa farið fram hjá mér að það er búið að taka upp fjögurra daga vinnuviku hérna á Grundartanga. Fannst voða gaman að sjá í morgun hvað það voru fáir bílar þegar ég kom - hugsaði með mér að það væri nú langt síðan ég mætti á undan flestum síðast. En svo bara kom fólkið ekkert og ég var eiginlega ein í mat (þeir fáu sem vinna áfram á föstudögum eru þeir sem eru svo busy að þeir fara aldrei í mat hvort eð er). Ég vissi svo sem af því að það væri verið að spá í þessu, en hvernig þetta fór svo alveg fram hjá mér er ofar mínum skilningi.

Og hversu fyndið er þetta máltæki - detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði??? Fór eitthvað að spá í þetta rétt eftir að ég skrifaði fyrirsögnina og þegar ég var búin að pæla í nokkra hringi var ég eiginlega komin á það að ég hefði bara verið að skálda þetta en nú er ég alveg komin af þeirri skoðun. En er þetta ekki soldið út úr kortinu? Finnst fljúgandi-svína-jafngildi þess upp á enska tungu alveg mun eðlilegra. Voru Íslendingar virkilega svo lúsugir í gamla daga að það að lýsnar dræpust var talið álíka líklegt hér og að svín flygju í útlöndum?


Slímmatur með sinum og Honda vs. Trabant

Eins og við var að búast í þessari vondu viku var maturinn gjörsamlega óætur. Ég kom sem sagt til baka úr mat svöng, óendanlega pirruð og sígarettulaus. En svona út frá vísindalegu útreikningunum mínum sem ég sagði frá áðan hlýt ég að vera komin í betra skap fyrst ég er að blogga aftur. Og jújú mikið rétt...bætti mér nebbla upp slímpastað og slímsalatið og köldu kjötafgangana með sinunum með freistingum frá Frón og það virðist hafa hjálpað til við upprifjunina á því hvernig maður hefur gaman að hlutunum þótt allt sé vonlaust og leiðinglegt þessa dagana. Eftir 15. ágúst þarf ég vonandi ekkert kex til að finnast hlutirnir skemmtilegir því þá verða þeir bara orðnir það í alvörunni.

Er svo að hlusta á performansana úr rockstar á netinu...Magni enn að ýta undir þjóðarstoltið hjá manni sem er auðvitað bara gott mál. Þegar maður horfir á þetta á netinu koma alltaf öðru hvoru svona auglýsingar, og ein þeirra er Honda Fit auglýsing með Trabant-lagi. Fyrst fannst mér bara ótrúlega kúl að Honda væri að nota íslenskt lag í auglýsinguna sína (ekki sama Fit auglýsingin og er sýnd í sjónvarpinu hérna) en svo núna finnst mér eiginlega meira kúl að Honda sé að nota lag með hljómsveit sem heitir Trabant.

Nú eru miðvikudagskvöld sem sagt orðin ennþá betri sjónvarpskvöld en áður...maður þarf eiginlega að vera límdur við skjáEINN frá hálf 9 til 1...ANTM, RS, L word og aftur RS...mjög sorglegt í svona góður veðri.... 


Fjör í hádeginu

Enn einu sinni fær Grundartangamötuneytið fullt hús stiga. Í dag var Lasagne sem hljómar bara nokkuð vel. Það var aftur á mót svo vont að í staðinn fyrir að kvarta og kveina eins og við gerum venjulega sátum við 8 saman, öll með Lasagne á diskunum okkar, skellihlógum og hristum alla kryddstauka sem við fundum yfir meistarastykkið í þeirri von að gera það ætt. Fyrsta skipti sem maturinn er það vondur að það er ekki hægt annað en að hlæja að því.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband