31.3.2006 | 10:54
Ferðafélagi óskast
Djöfull langar mig til útlanda...finnst eins og það sé ár og öld síðan ég kom heim frá Ítalíu en það eru víst bara tæpir tveir mánuðir. En það er nottla ekki seinna vænna að byrja að plana næstu ferð og ég er búin að finna áfangastaðinn. Vantar eiginlega bara ferðafélaga....hver er til í tyrkland í haust? Hægt að vera 2 vikur á 4 stjörnu hóteli fyrir innan við 60 þúsund kall í ágúst til dæmis. Hugsa nú að það endi með að ég fari ekki neitt þar sem allir eru annað hvort að fara í frí með einhverjum öðrum eða eiga börn - en það má alveg reyna þetta.....
Svo er ég búin að bæta við einhverjum bloggtenglum hérna á kantinn...fjöldi bloggsíðna sem ég les reglulega var kominn niður í 4 og mér fannst það frekar aumkunarverður tenglalisti svo ég fór að skoða og komst þá bara að því mér til mikillar gleði að allar þessar verkfræðigellur sem ég las alltaf í den en voru svo bara hættar að blogga eru byrjaðar aftur. Svo finnst mér fúlt að geta ekki raðað þessu eitthvað í stafrófsröð eða einhverja aðra röð...kemur bara inn í þeirri röð sem ég man eftir þessu. En það eru nú takmörk fyrir því hvað maður kann við að senda mikið af athugasemdapóstum - mér er farið að líða aðeins of vallalega. Það hlýtur einhver annar að vera að gera athugasemdir líka, trúi ekki að þetta sé alfarið í mínum höndum. Svo nottla bara látiði mig vita ef ég er að gleyma ykkur og þið eruð heavy sár....sem ég reyndar efast um að gerist.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.