Meistarinn

Fyrir soldið löngu síðan var ég heima hjá mömmu og kveikti á stöð 2 þegar svo skemmtilega vildi til að Meistarinn var í gangi. Annar keppandinn vissi allt og átti því klárlega skilið að vinna en samt en af óþekktum ástæðum fór ég strax að halda með hinum. Svo eftir að hafa horft í svona 3 mínútur var mér bara farið að vera virkilega illa við gaurinn sem vissi allt og langaði jafnvel smá til að lemja hann - og ég er nú ekki mjög ofbeldisfull að eðlisfari.

Í gærkveldi var ég svo aftur í heimsókn hjá mömmu og nú var verið að endursýna meistarann. Er þá ekki ógeðisgaurinn mættur aftur í einvígi við litla verkfræðistrákinn sem veit reyndar líka allt. Ég auðvitað öskra upp yfir mig og segi mömmu að þetta sé kallskrattinn sem mig langaði svo til að lemja án þess að vita almennilega af hverju...fyrir utan að hann var hrokafullur og leiðinlegur, en ég var ekki búin að kveikja á því þegar mig langaði fyrst að lemja hann. Þá gat mamma að sjálfsögðu frætt mig um það að þetta væri Illugi Jökulsson.

Eins og hans nafn hefur nú oft verið í umræðunni, hvernig má það vera að ég hafi aldrei séð manninn í sjónvarpi áður? (ok, gæti útskýrt eitthvað að ég er plebbi sem horfir frekar á leiðarljós en kastljós...) En vááá hvað hann fór feitt í mínar fínustu. Og svo fannst mér soldið gaman í lok þáttarins þegar hann virtist ekki skilja leikreglurnar eða vita hvort 18 eða 19 væri hærri tala. Og auðvitað fannst mér ekki verra að hann skyldi tapa fyrir tvítugum strákling. Vúhú, áfram Jónas!

Eftir að hafa analiserað aðeins hvað það var í fari Illuga sem böggaði mig svona ótrúlega mikið komst ég að því að hann er soldið eins og blanda af Birni Inga Hrafnssyni og svo einum af mínum uppáhaldsbloggarum - sem er samt alls ekki ein af mínum uppáhaldspersónum og sem sleikti einu sinni á mér kinnina í einhverju sem ég held að hafi verið viðreynslutilraun. Takk Hulda mín, þú skilur um hvern ég er að tala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ógeðiskallinn Illugi Jökulsson? Hann hefur reyndar lítið sést í sjónvarpinu upp á síðkastið en var fastagestur í hinum ýmsu þáttum geðveikt lengi. Ég fílaði hann alltaf, þangað til hann varð ritstjóri hjá DV...hann eiginlega missti æruna hans.
Illugi á svo alveg endemis leiðinlegan bróður sem er með fast hlutverk í Silfri Egils, Hrafn Jökulsson...besserwisser, artífartí á spes hátt og formaður Hróksins...svona ef þig langar að kynna þér fleiri leiðindapésa úr fjölskyldunni ;)

Huldusinn (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 10:04

2 Smámynd: Sunna

já kannski var hann ekki svona slepjulegur og hrokafullur í denn þegar þú fílaðir hann...

Og þó...smekkur okkar er svo misjafn að þú myndir kannski bara fíla hann núna (í spurningaþætti þá, ekki sem ritstjóra) og ekkert finnast hann slepjulegur og hrokafullur...svona svipað og þegar þér fannst í dag varð ég kona góð bók og mig langaði að hengja mig eftir 2 síður.

Sunna, 10.5.2006 kl. 10:26

3 identicon

Er búin að játa á mig einhvern kjánaáhuga á heimspeki og Gunnari Dal á þessum tíma...efast ekki um ég myndi æla á bókina núna.

Huldusinn (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 11:42

4 Smámynd: Sunna

já reyndar...en það breytir því ekki að smekkur okkar er rather ólíkur...ef þú vilt fá nútímalegra dæmi, þá finnst þér t.d. Ross hottasti friend-inn. Nú er ég orðin svo forvitin að vita hvort þú hefðir fílað Illuga í meistaranum að það liggur við að ég kaupi fyrir þig áskrift af Veftíví:P

Sunna, 10.5.2006 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband