Fréttir og ekki-fréttir

Nýjasta nýtt er að trjákeppir virðast vera farnir að lesa heimasíður því sá fyrsti mætti í gærkveldi, greinilega nýbúinn að lesa síðustu færslu þar sem ég sagðist bíða spennt eftir honum og vinum hans. Þeir eru sem sagt ekki orðnir nógu þróaðir til að skilja kaldhæðni.

Ekki-fréttirnar eru svo þær að einkunnin í greiningu er komin og þar er auðvitað ekkert nýtt í fréttum...fall að vandaFýldur. Tek á móti samúðarkveðjum í formi peninga. Spurning hvort maður eigi einu sinni að nenna þessu enn eina ferðina í sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get vottað þér samúð með því að join-a þér í VR2 að totta kennara til að ná að útskrifast, fínt að fara bara á einum bíl :P
Þú tottar bara stærðfr.dúddann og ég straumfr.dúddann...getur huggað þig við það að þinn gaur er amk 30% girnilegri en minn...bjakk

Huldus (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 13:26

2 Smámynd: Sunna

lol...já bensínsparnaður er að sjálfsögðu aðalmálið í þessu samhengi....mun meiri fórnarkostnaður í því en að selja sig fyrir einkunnir. Svo áttu líka eftir að koma með lausn á því hvernig við semjum um þetta við kennarana....

Sunna, 12.5.2006 kl. 13:46

3 identicon

Æi leitt að heyra, skil vel þetta dragi þig niður. En þú getur vel náð þessu, tekur 10 daga frí í sumar og lærir af hörku- þá áttu eftir að ná þessu og vel það ! Stundum vantar bara herslumuninn og svo getur maður verið illa fyrir kallaður á prófi. Trúðu mér það borgar sig að taka þetta strax í ágúst því þá þarftu bara að rifja smá upp og bæta smá við til að ná. Kveðja Hugrún

Hugrún (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 13:52

4 identicon

Æi, mér gengur eitthvað illa að koma athugasemdum á framfæri...hehe svo sem ekkert merkilegt sem ég ætlaði að segja nema bara glatað þetta með greininguna! Þú massar þetta bara í sumar! ;) Kv, Kristveig

Kristveig (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 14:39

5 identicon

Ég held að einhverjir samningar og að tala undir rós sé búið...verðum bara að mæta og tala hreint út: Við tottum ef við náum að útskrifast. Ef við verðum teknar fyrir á skorarfundi má svo alltaf bera við stundarbrjálæði :P

Huldus dóni (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 15:06

6 Smámynd: Sunna

jájá ég tek tíuna í næstu tilraun...ekki spurning :P

Sunna, 12.5.2006 kl. 15:07

7 identicon

Samkenndarsamúðarknús frá mér Sunna mín. Ég er alveg að gefast upp og búin að missa tölu á því hvað ég hef oft verið skráð í þessa helvítis greiningu. Sit hérna og vorkenni mér með eldsterkan expresso í annarri og viskí í hinni (ekki djók). Ég er svona alvarlega að íhuga það að leggja fyrir mig prjónaskap! Veit ekki hvort ég er svekktari með að hafa tekið launalaust frí í viku fyrir þetta eða það að ég á eftir að þurfa að ganga í gegnum þetta helvíti aftur.
Eigum við kannski að reyna að fá að taka þetta strax? Hef heyrt að það sé séns ef maður á bara eftir eitt fag í útskrift.

Heiða (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 15:08

8 Smámynd: Sunna

lol...nú verð ég að passa mig að verða ekki ofurölvi í bráð...þá væri það eftir mér að ganga of langt með þetta grín og hringja í 118 og hringja svo í kennarann um miðja nótt að athuga hvort það sé eitthvað hægt að semja um þetta. Myndi bara bjóða einhverja vinkonu mína fram í verkið óforspurða...svona eins og gaurinn sem seldi Eyrúnu fyrir McDonalds...

Sunna, 12.5.2006 kl. 15:21

9 Smámynd: Sunna

hmm...voðalega kemur alltaf asnalega út þegar ég er svona lengi að skrifa kommentin að það bætast önnur við í millitíðinni...seinasta var sem sagt svar við huldusi.

Ef það er séns að taka þetta strax er ég til (huhumm...er víst á leiðinni til þýskalands...) en ég held samt að það sé bara ef allir sem eiga ætla í endurtekt eiga bara eitt próf eftir...er ansi hrædd um að það höfum ekki bara verið við tvær sem féllum.

Annars er ég ánægð með þig í sambandi við viskíið! ég ætla einmitt að skála allverulega í kvöld. Þau frændsystkyni sem ég hef ekki hitt í áraraðir munu eflaust ekki hafa nokkurn áhuga á að hitta mig aftur eftir frændsystkynapartíið í kvöld og þær sögur munu berast um fjölskylduna að ég sé róni dauðans. En mér er skííítsama :P

annars er ég hætt að vera svekkt...nóg að sóa tvisvar sinnum hluta af sumrinu í lærdóm þó maður sé ekki að sóa restinni í svekkelsi...

Sunna, 12.5.2006 kl. 15:27

10 Smámynd: Sunna

hmm...ég er ekki alveg að trúa þessu upp á mig...og það í tvígang...þetta áttu að sjálfsögðu að vera frændsystkini mín...höhömm...

fannst ég verða að koma leiðréttingu á framfæri eftir að ég er nýbúin að tuða um málfræðivillu í e-mail subjecti :P

Sunna, 12.5.2006 kl. 15:50

11 identicon

elskan mín góða verð nú bara að segja þér að taka þetta aftur þvi að þegar þú loks nærð þessu þá rollaru þessu upp:) takk fyrir innlitið áðan vest að þú fékst ekki sígó bara ís:)
sjáumst:*

Sandra dí (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 23:12

12 Smámynd: Sunna

já thank you spank you sandra mín, ágætt að einhver hefur ennþá trú á mér og mínum heilasellum:P

Sunna, 15.5.2006 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband