Vúhúú mánudagur!!!

Er með sjálfa mig í svona experimental sálfræðimeðferð...ef ég segi nógu oft við sjálfa mig að mánudagar séu æði þá kannski verða þeir það. Er reyndar ekki mjög bjartsýn á árangurinn en það getur ekki sakað að reyna.

Annars er þessi mánudagur betri en margir...tveir dagar í Cocorosie tónleika og 8 dagar í Þýskalandsferð. Rammstein, hier komme ich!

Frændsystkinagrillveislan á föstudaginn lukkaðist svona líka vel. Góður matur og ljúffeng tequilaflaska spiluðu þar stór hlutverk. Svo kynntist ég nýjum frænda. Eða ekki nýjum kannski, alveg mun eldri en ég, en við könnumst hvorugt við að hafa hist í að minnsta kosti 10 ár, jafnvel 15, en nú þekkjumst við allavega í sjón svo við getum heilsað hvort öðru ef við mætumst á götu. Mér tókst svo að drepast áður en farið var í bæinn en var vakin með dúndurkaffibolla eftir að fólk var búið að skemmta sér nóg við að vefja mig inn í klósettpappír og taka myndir af mér og var svo manna hressust inni á Hressó eftir tvo kaffibolla í viðbót. Svo var "eftirpartí" á skrifstofu í austurstræti en ástandið var orðið þannig bara á leiðinni upp í lyftunni að fíflagangurinn þar verður bara svona fjölskylduleyndarmál og eftirpartíið varð eitthvað stutt í annan endann.  Þá gerði ég tilraun til að keppa í hafnarsundi en áskoruninni var ekki tekið, kannski sem betur fer. Takk fyrir kvöldið bara.Svalur

Kannast svo einhver við hljómsveitina Tiga? Var í Smáralindinni í gær og inni í einhverri búð heyrði ég þessa líka æðislegu tónlist. Fór og spurði afgreiðslustelpuna hvað þetta væri og hún sagði Tiga og spurði svona glöð og smá hissa hvort ég fílaði þetta því margir hafa víst kvartað undan þessu. Ég fór nottla beinustu leið í skífuna og ætlaði að fá að hlusta aðeins meira og svo væntanlega kaupa. En diskurinn var ekki til í Smáralind en gaurinn hringdi niður á laugaveg og ég lét taka þetta eina eintak sem var til þar frá. Svo gleymdi ég auðvitað að fara og kaupa hann í gær svo það er stefnan eftir vinnu. Gaman að rekast svona á nýja tónlist...þarf kannski bara að vera duglegri að hanga í búðum og hlusta...eða ekki, þar sem búðaráp gerir mig alltaf örlítið þunglynda.

Uppfært: Googlaði Tiga og ekki nóg með að þetta sé geðveik tónlist heldur er þetta ekki hljómsveit heldur einhver óóógó sætur gaur...held barasta að hann megi vera kærastinn minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband