17.5.2006 | 10:09
Excuuuuuuuuuuuuuuuse me!
Hvað meinar xfm með því að færa Capone til kl. 9? Ég er sko heldur betur ósátt. Nú verða að teljast verulega litlar líkur á að ég meiki það einhvern tíma í vinnuna fyrir hádegi þegar skammdegið kemur aftur. Því þrátt fyrir alla mína sofa-yfir-sig-daga hef ég yfirleitt meikað það hingað ekki seinna en 10 því ég veit að annars verður bílferðin svo miklu leiðinlegri því þá var þátturinn búinn, fyrir nú utan það að mínar daglegu 40 mínútur eða svo í félagsskap þeirra Andra og Búa eru það sem kemur mér í gang á morgnana...svona eins og kaffi er fyrir suma-nema bara betra. Ég er barasta ótrúlega fúl út í þá og líður inni í mér eins og ég hafi verið illa svikin af góðum vin. Hvað getur maður gert til að mótmæla svona?
Gærkvöldið var svo alveg stórfurðulegt - en skemmtilegt. Ég tapaði til dæmis rosalegar í pool heldur en nokkru sinni fyrr og samt fékk ég eiginlega að gera bara eins oft og ég vildi. Þetta voru svo gullkorn Sunnu það kvöldið:
Sunna að reyna að segja að ákveðin kirkja hafi X marga meðlimi: Hún er bara með 9 menn inni í sér.
Viðmælandi að segja Sunnu frá barnatímanum á Omega: Þetta eru bara gaurar í trúboði allan tímann.
Sunna heyrði: Þetta eru bara gaurar í trúboða....
Athugasemdir
Vó hver krukkaði í hausnum á þér áður en þú vaknaðir humm eða ertu kanski bara ekki vöknuð??
Sandra dí (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 10:49
ha? er þetta eitthvað steikt færsla? eða lítur hún út fyrir að vera skrifuð af sofandi manneskju? Ef svo er er ég ennþá sofandi því ég er ekki að sjá það aspect af þessu.
Held að heilinn minn sé dáinn...tvo daga í röð bara skil ég ekki kommentin....
Sunna, 17.5.2006 kl. 11:08
Varstu að sjúga inn á þig í gær?
Og hvenær er barnatími á Omega? Hef aldrei lent á honum þrátt fyrir mikið horf :P
Hulda (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 11:16
hann er víst hættur...þetta var fyrir víst fyrir svona 4 árum.
Sunna, 17.5.2006 kl. 11:35
Þetta er víst bara sumarbreyting á Capone. Verða líklega (vonandi) aftur á sínum venjulega tíma þegar hausta tekur
Mulder (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 11:44
ú jeij...þessi athugasemd made my day...takktakk whoever you are....
Sunna, 17.5.2006 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.