Lítil Dæmisaga

Vá hvað ég held maður sé búinn að misnota koffín í gegnum ævina. Eins og alþjóð veit (nei ok, svona þeir 5 sem hafa nennt að hlusta þegar ég monta mig), hætti ég að drekka kaffi fyrir nokkrum mánuðum. Fæ mér stöku sinnum latte á kaffihúsi en er alveg hætt þessu kaffiþambi í vinnunni alltaf hreint. Viðurkenndi reyndar fyrir sjálfri mér og öðrum eftir að ég hætti að drekka þetta að þetta er bara ógeðslega vont á bragðið, og þetta hefur svo sem aldrei haft nein örvandi áhrif á mig svo orð sé á gerandi, svo ég hef kannski ekki mikið að monta mig af, ætti ekki að vera erfitt að hætta einhverju sem manni finnst vont hvort eð er. Enda eflaust þess vegna sem kaffibindindið hefur staðið yfir svona lengi en reykinga-, snakk-, og djammbindindi endast aldrei lengur en nokkra klukkutímaUllandi.

Í dag er ég svo búin að vera alveg fáránlega þreytt og ég er ekki frá því að augun hafi stundum jafnvel lokast aðeins á meðan ég reyni að vinna. Afköstin hafa því ekki verið neitt rosaleg heldur. Svo ég fékk mér kaffibolla, hugsaði með mér að það hlyti að hjálpa smá. Nema hvað að þetta var bara eins og orkusprauta í rassgatið og ég er varla búin að geispa síðan. Og boðskapur sögunnar er...hmmm....hættum að nota kaffi nema við þurfum á því að halda því annars hættir það að virka? Ok, þetta var rather leiðinleg saga...en ég er búin að skrifa þetta svo ég ætla bara að ýta á vista og birta takkann. Kannski boðskapur sögunnar sé þá frekar "ekki blogga þegar heilinn gengur á koffíni og engu öðru."

Og svo fyrir áhugasama um afmælið mitt....þá er það eftir 33 daga og af því allir ætla að gefa mér pakka er ég búin að búa til óskalistasíðu...það á nottla eftir að koma eitthvað meira inn á hana bara eftir því sem mér dettur í hug. En allavega, allir að byrja að spara!Ullandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fæst Ipod og sundbolur í Tiger? :P

Hulda nirfill (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 20:50

2 identicon

þú ert snillingur vissuru það???
en takk æðisleg fyrir kvöldið CocoRosie er bara snild verð að segja það sko já og ég þarf að fá diskana þína lánaða til að skrifa þá :)

Sandra dí (IP-tala skráð) 18.5.2006 kl. 01:22

3 Smámynd: Sunna

nei eins og ég segi Hulda...það á eftir að bætast við listann...pottþétt eitthvað sem fæst í tiger eða söstrene græne eða hvað það nú heitir. Ekki allir sem lesa þessa síðu takmarka gjafakaup við tiger.

Og takk sömuleiðis fyrir kvöldið Sandra...nú og að kalla mig snilling, ekki leiðinlegt að lesa það svona í morgunsárið:P En já, ég skutlast með diskana til þín við tækifæri.

Sunna, 18.5.2006 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband