Brussa?

Ég lenti í þeirri undarlegu reynslu í gær að fólk í vinnunni var að halda því fram að ég væri eitthvað voða róleg og laus við brussugang - eftir að ég sagði eitthvað um hvað ég er mikil brussa og að það væru alltaf læti í mér. Í dag var svo að byrja ný stelpa að vinna hérna og þar sem það er fimmtudagur var hún svo heppin að byrja eiginlega daginn í kvennakaffi.

Eitthvað koma komandi kosningar upp og ég varð auðvitað að koma því á framfæri að ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að kjósa. Svo til að afsaka mig út úr vitsmunalegum samræðum um þetta sagði ég að eitt helsta vandamálið í þessari ákvarðanatöku væri að ég nennti heldur ekkert að fylgjast með þessari kosningabaráttu. Svo eins og þið vitið er ég svo rosalega málefnaleg og sanngjörn alltaf, og passa mig alltaf að nota ekki stór orð, svo næsta innlegg mitt í þessar samræður var "ég nenni bara að fylgjast með þegar Björn Ingi er í sjónvarpinu, þó að ég þoli hann ekki, af því hann er svo mikill fáviti og lítur út eins og rass." Jújú, ótrúlega mikið í mínum anda. Nema hvað að nýja stelpan bara hlær soldið og ég spyr "er hann nokkuð frændi þinn?" svona í þessum gríntón sem maður spyr alveg oft þegar maður er búinn að tala illa um frægt fólk við ókunnuga. Svarið var "nei reyndar ekki, en hann er vinur minn."

Alltaf gaman að koma svona vel fyrir. Nú spyr ég...flokkast þetta ekki undir brussugang (í bland við smá óheppni kannski)?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sannleikurinn er sagna bestur, alltaf að vera sannur sjálfum sér. Maður getur ekki alltaf verið að panikka yfir því hvort einhver þekki einhvern, sé skyldur einhverjum, sofi hjá einhverjum. Fólk sem gefur alþjóð aðgang að sjálfu sér á almennum vettvangi ætti að eiga von á svona, sérstaklega fólk í pólitík.

Haltu þínu striki, segðu það sem þér finnst og brussastu bara áfram. Fátt fólk er leiðinlegra en smjaðrarar.

Villi Asgeirsson, 18.5.2006 kl. 10:55

2 identicon

Ef maður lítur út eins og rass breytist það víst lítið þótt það sé rætt fyrir framan vini manns...djúpt huh?

Hulda (IP-tala skráð) 18.5.2006 kl. 11:20

3 Smámynd: Sunna

lol það er satt, hann þarf bara að líta út eins og rass forever greyið.

En engar áhyggjur Villi, ég mun ekki hætta að brussast. Held ég gæti það ekki einu sinni jafnvel þótt ég vildi það...en auðvitað vil ég það ekkert heldur, tek ekki sénsinn á að enda sem leiðinlegur smjaðrari.

Sunna, 18.5.2006 kl. 11:40

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Haltu þínu striki setningin var nú svolítið smjaður. Skemmtilegt orð samt. Ef maður les orðið smjaður nógu oft verður það hlægilegt. Ég held að vikan sé orðin nógu löng, kominn tími á að starta upp BeerTenderinum (og hætta að menga blogginn þinn með smjöði).

Villi Asgeirsson, 18.5.2006 kl. 11:58

5 identicon

hehee snild já hann lítur út einsog rasssss en já þú ert ótrúlega orðheppin stundum elskan

Sandra dí (IP-tala skráð) 18.5.2006 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband