CocoRosie tónleikarnir...

...voru ææææði. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað það mættu margir, Nasa var bara stútfullt. Ástæðan fyrir því að það kom mér svona á óvart var að flest fólk sem ég hef talað við hafði bara aldrei heyrt um neitt CocoRosie og miðinn var nú ekkert ódýr og fólk er oft ekki tilbúið að borga 3.650 krónur fyrir að hlusta á tónlist sem það þekkir ekki. Ég bjóst m.a.s. alveg eins við því að þurfa sleppa því að fara eða fara ein en svo sem betur fer var hún Sandra til í að prófa eitthvað nýtt. En hún sér nú varla eftir því.

Ég get nú ekki sagt að ég hafi þekkt þær neitt vel sjálf, hafði heyrt nokkur lagabrot fyrir löngu síðan og ekkert meira. En þegar byrjað var að auglýsa tónleikana þeirra hérna dreif ég mig bara að kaupa La Maison de Mon Reve, vissi alveg að ég myndi fíla þetta út frá því litla sem ég hafði heyrt. Fór svo í Skífuna í fyrradag og ætlaði að kaupa seinni diskinn, Noah's Ark, en hann var bara uppseldur. Svo það hafa greinilega fleiri en ég ákveðið að gefa þessu séns og kynnast tónlistinni aðeins fyrir tónleika.

Stemningin á Nasa var svo alveg frábær. Maður dettur svo inn í tónlistina þeirra. Ég dansaði m.a.s. soldið á staðnum þó að allir aðrir í kring um mig stæðu grafkyrrir....var bara alveg sama þótt fólki í kringum mig þætti ég kannski skrítin - og öllum var líka alveg sama þó ég væri eitthvað aðeins að dilla mér. Ég hefði nú reyndar frekar viljað hafa svona kaffihústónleikastemningu, fylla bara gólfið af litlum borðum og stólum þar sem þetta er bara þannig tónlist en þá hefðu auðvitað ekki komist næstum því jafn margir og miðinn auðvitað orðið þeim mun dýrari. Svo fannst mér pinku fúlt að þær tóku ekki uppáhaldslagið mitt, Terrible Angels sem er einmitt hægt að hlusta á hérna til vinstri.

Svo fannst mér ekki verra hvað það var mikið af fólki í skrítnum fötum-sá eina í einhverjum fjólubláum taupoka (sem gæti svo sem alveg eins hafa verið eitthvað voða fínt Gucci eða Versace - hvað veit ég um þessa fínu tísku) og aðra sem leit út fyrir að vera svona stytta af gamaldags spiladós sem hefði lifnað við. Gaman að sjá að það eru ekki allir steyptir í þetta sama mót - maður hittir allt of mikið af eins fólki í eins fötum með eins klippingu. Ég er alls ekki ein af þessum öðruvísi að þessu leiti en mikið er ég fegin að fullt af fólki er það.

Þannig allt í allt, æðislegir tónleikar, sé sko ekki eftir krónu af 3.650 kallinum. Ætla að muna þetta og vera duglegri að fara á tónleika svona yfir höfuð. Svo er ég líka ánægð með alla hina sem mættu því oft finnst mér Íslendingar vera svo miklir plebbar sem eru hræddir við nýjungar eins og skrítna tónlist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þessir tónleikar voru svo sannalega peningana virði... en við getum allavega verið sammála um að það var mikið af furðulega fottu liði:) gaman að sjá og skoða heheh

Sandra dí (IP-tala skráð) 19.5.2006 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband