Prófessor vísindamaður Sunns!

Það var þá aldrei að maður gerði ekki eina merka uppgötvun í vinnunni. Ok, kannski ekki mjög vinnutengda, en merkilega samt...og ég er í vinnunni.

Eitthvað var föstudagurinn farinn að ná tökum á mér og ég fann á einhverju öðru bloggi link á leik sem á að þjálfa viðbrögð. Og maður er víst algjör snillingur í þessu ef maður nær 18 sekúndum. Fyrstu tilraunir enduðu nú bara í 5 sekúndum og undir, en svo "dó" ég nokkrum sinnum í 16 sekúndum og skreið loks upp í 17,9. Svo snéri ég mér aftur að því skemmtilega verkefni að reyna að komast að því hvað einhverjir ógeðslegir hlutir sem ég veit ekki einu sinni hvað gera kosta (vinnan sem sagt) og skellti Red Hot Chilli Peppers í eyrun. Þegar ég var svo búin að gefast upp á að reyna að komast til botns í því hvort óskiljanlegt orð 1 þýddi það sama og óskiljanlegt orð 2 og að þau væru þar með á sama verði fór ég aftur í leikinn. Nú náði ég 23 sekúndum tvisvar í röð. Aftur að vinna, og svo aftur í leikinn...17 sekúndur þrisvar í röð. Heyrðu, svo setti ég tjillipiprana aftur í eyrun og náði 25 sekúndum tvisvar í röð. Þ.a. vísindaleg niðurstaða mín er sú að Stadium Arcadium sé plata hinna góðu viðbragða. Readymade er 25 sekúndna lagið.

Nú á ég eftir að vera í vinnunni í svona 40 mínútur í viðbót og er að spá í að testa hvað CocoRosie og Tiga gera fyrir viðbrögðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband