Flensan, Roger Waters og Belle and Sebastian

Það sökkar að vera ég þessa dagana. Tókst að verða veik um leið og ég kom heim frá þýskalandi svo ég byrjaði seinustu viku á að vera heima í hóstakasti og að drukkna í eigin svita, sem er alltaf svo sjarmerandi. Reyndar vorkenndi ég sjálfri mér ekki mikið því þó mér liði alveg ömurlega hugsaði ég með mér "þetta er þó skömminni skárra en vinnan." Svo ákvað ég að skella mér til læknis á þriðjudeginum því ég var bara verri en á mánudeginum og man nú bara aldrei eftir að hafa verið almennilega flensuveik í meira en einn dag svo mig grunti að ég væri komin með bronkítis þar sem það var líka helvíti vont að hósta og seinast þegar ég fékk soleiðis var ég hundskömmuð af lækninum fyrir að hafa ekki komið fyrr. Eiginlega var ég alveg búin að greina mig með bronkítis og hefði bara byrjað að taka lyfin mín síðan seinast (þar sem ég gleymi alltaf að klára svona skammta átti ég plenty plenty eftir) en mig vantaði eitt lyf svo ég ákvað að það væri kannski alveg eins sniðugt að fá sjúkdómsgreiningu frá fagaðila. En ég átti auðvitað engan heimilislækni þar sem efstaleitisheilsugæslan er búin að sparka mér út og ég ekkert búin að spá í að fá mér nýjan þar sem ég fer hvort eð er aldrei til læknis. Svo það var læknavaktin fyrir mig....bíða klukkutíma og borga 1750 téll. Ég sagði doksa sjúkdómsgreininguna mína, hún hlustaði mig og sagði að ég væri með flensu og ætti að fara heim að bryðja panódíl. Eins og mér finnst nú vanalega gaman að hafa rétt fyrir mér var ég alveg hæstánægð með að hafa sjúkdómsgreint sjálfa mig vitlaust því ég var búin að ákveða að ef ég væri komin með bronkítis aftur yrði ég bara að hætta að reykja. En þar sem þetta var bara flensa má ég halda áfram að reykja eins og mig lystir...jibbí! En ég var samt áfram veik og ekki orðin vinnufær fyrr en á föstudag. Og þá varð fólk m.a.s. hálfhrætt við mig þegar ég tók hóstaköst. Og hvað haldiði svo...þrátt fyrir 12 tíma svefn þrjár nætur í röð og minimal reykingar (ein á sunnudag, ein á mánudag, engin í gær) er ég ennþá að hræða fólk með hóstaköstum og það sem verra er, þessi hósti lætur mig fá fáránlegan hausverk. Þannig að basically er ég orðin svona aumingi sem lætur einhverja skitna flensu há sér í a.m.k. rúma viku.

Svo eru það tónleikar....ákvað í gær á  meðan ég horfði á bubba í sjónvarpinu og sá auglýsingu um Roger Waters tónleikana að mig langar á þá. Vissi til dæmis ekki fyrir að hann ætlaði að taka dark side of the moon í heild sinni og nú finnst mér það sko alveg 8450 króna virði að fara og sjá kallinn. Vandamálið er aftur á móti að ég held ekki að ég eigi marga vini sem eru sama sinnis og ekki vill maður fara einn á tónleika...hmm...what to do? Kannski ég bara kaupi miða og mæti svo snemma og eignist vini í röðinni....er löngu orðin snillingur í að kynnast fólki í klósettröðum á skemmtistöðum svo ég ætti kannski bara að útvíkka þá sérfræðikunnáttu aðeins. Þarf allavega að taka ákvörðun um þetta sem fyrst þar sem ég hef á tilfinningunni að það verði bráðum uppselt á b-svæði líka.

Það yrði nú að teljast nokkuð öflugt ef mér tækist að eyða 13.270 krónum í tónleikamiða á einum degi sem verður raunin ef ég ákveð að kaupa miða á Roger Waters því á morgun verður byrjað að selja miða á Belle and Sebastian og það eru sko tónleikar sem ég ætla ekki að missa af. Held einhvern veginn að það verði auðveldara að finna félagsskap á þá þar sem það kostar "ekki nema" 5000.

Svo auglýsi ég eftir ríkum vinum með brennandi áhuga á tónleikum...óþolandi að standa í þessu sama stappi alltaf hreint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sá Roger Waters á hljómleikum fyrir ári eða þremur og verð að viðurkenna að kallin var bara þrusugóður. Vildi bara segja það og ekkert meir í bili.

Villi Asgeirsson, 8.6.2006 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband