7.6.2006 | 16:45
Bush fáviti...eins og það sé eitthvað nýtt....
Mikið ótrúlega fer þetta afturhaldssama simpansakvikindi endalaust í mig. Og allir þeir þroskaheftu kanar sum kusu hann yfir sig. Það væri nær að reyna að bæta ákvæði í stjórnarskrána um að það megi ekki fara í stríð við hina og þessa bara af því að hinum heimska forseta leiðist og sé búinn að útnefna nýtt öxulveldi hins illa.
Smá update...var að horfa á Jay Leno í gær og þar kom fram að fjárframlög til varna washington og New York verða lækkuð um 40% og þetta þyki frekar skrítið þar sem það séu þær borgir sem eru helst taldar skotmörk hriðjuverkamanna. Jay velti því svo fyrir sér hvert þessir peningar væru að fara, hvort það ætti að eyða þeim í að setja lög sem banna samkynhneigðum að giftast. Þetta fannst mér ógissla fyndið.
Bandaríska þingið hafnaði lagabreytingu um hjónabönd samkynhneigðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.6.2006 kl. 09:50 | Facebook
Athugasemdir
Góðan dag
Ég er Íslendingur búsett hér í Kaliforníu og get sagt þér að margir Ameríkanar eru þvílíkt á móti Bush forseta. Ég get líka sagt þér að hér í Ameríku þegar forseti er valinn, þá eru atkvæði fólksins ekki talin fyrir þær kosningar, heldur kaupa tilverðandi forsetar atkvæði stjórnmálamanna, kallað The Electrical College. Hér í Kaliforníu, þá sérstaklega í San Fransisco eigum við góðan bæjarstjóra sem var sá fyrsti til þess að samþykkja hjónaband milli samkynhneigðra og er ég mjög stolt að búa í Kaliforníu útaf þeirri staðreynd. Ég er ein af þeim sem finnst fáránlegt að Bush varð forseti í annað sinn, en því miður stundum gerast slæmir hlutir áður en góðu hlutirnir fara að gerast. Ég vona að næsti forseti verði betri...
bertha (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 02:39
undarlegt lýðræði það verð ég nú bara að segja, en já mikið er ég sammála þér...næsti forseti bara verður að vera betri. En bara svona to clarify, þá átti ég bara við að þeir sem kusu hann væru fávitar...ekki allir kanar. (og eflaust má færa rök fyrir því að einhver sem kaus hann sé með heila brú í hausnum en ég nenni nú ekkert að fara út í það:P)
Sunna, 8.6.2006 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.