8.6.2006 | 16:14
Ó, þú dramatíska og spennandi líf....
Eins og mér finnst nú fínt að vera ég og hef gaman að lífinu og hversdagsleikanum þá held ég að það sé kominn tími á að maður fari að gera eitthvað spennandi.
Er að tala við tyrknesku vinkonu mína sem var með mér í RCN á msn. Höfum ekki hist síðan 2000 held ég og sambandið ekki verið neitt reglulegt. Erum samt búnar að tjatta nokkrum sinnum á þessu ári og um daginn var vinkona hennar að koma í heimsókn til Tyrklands frá Noregi. Nema þær fóru að vera saman og voru svona yfir sig ástfangnar og í næsta samtali sem við áttum var hún að fara að flytja til Oslo að búa með nýju kærustunni. Svo núna er hún komin aftur til Tyrklands því kærastan er víst að fara í ár til Kolumbíu á vegum Rauða Krossins. Eftir að hún er búin að segja mér frá því að hún sé nú frekar pissed út í kærustuna fyrir að hafa látið sig flytja á milli landa, hætta í vinnunni, finna nýja vinnu í Oslo og eyða fullt af peningum, bara til að flytja aftur til baka 2 mánuðum seinna spurði hún "so what have you been up to?" Einhvern veginn fannst mér ekki taka því að segja frá því að ég fór í sund um helgina eða keypti bland í poka fyrir 400 kall.
Athugasemdir
Nei, þú verður að upphugsa eitthvað eldheitt lesbíuástarævintýri til að skella á hana næst þegar hún spyr frétta ;)
Hulda (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 18:53
jamm...ætla að einbeita mér að því að finna mér lesbian lover um helgina....nú eða bara eitthvað sem er þess virði að segja frá....slagsmál, bankarán og eldheitt straight ástarævintýri koma líka til greina.
Sunna, 9.6.2006 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.