12.6.2006 | 15:05
Fjör í hádeginu
Enn einu sinni fær Grundartangamötuneytið fullt hús stiga. Í dag var Lasagne sem hljómar bara nokkuð vel. Það var aftur á mót svo vont að í staðinn fyrir að kvarta og kveina eins og við gerum venjulega sátum við 8 saman, öll með Lasagne á diskunum okkar, skellihlógum og hristum alla kryddstauka sem við fundum yfir meistarastykkið í þeirri von að gera það ætt. Fyrsta skipti sem maturinn er það vondur að það er ekki hægt annað en að hlæja að því.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
hahha.. djöfull missti ég mig yfir þessum færlum hér að neðan ... þú ert ekkert smá pikkí ... ég hefði sko run for it !!! selt allt og flutt til úgvanda eða hvað það nú var..
eitt samt frekar fáránlegt, ef ég fer inn á síðuna þína heima þá er nýjasta færslan, "Hver skeit í hausinn á þessum" og svo ákveð ég að koma hér inn í vinnunni bara til að tékka hvort eitthvað nýtt væri komið ... þá er bara fullt af nýjum færlum sem ekki er annað hægt en að kommenta á .. :)
fáránlegt ..!!
María (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 09:11
fult af nýjum færslum .. hehe .. er færlum.. :)
Mæja aftur (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 09:12
ertu þá ekki bara búin að vera með síðuna mína opna á tölvunni heima hjá þér síðan á fimmtudaginn og gleymdir að ýta á refresh? Ok, kannski ekkert rosalega líkleg skýring en sú skásta sem mér dettur í hug.
Sunna, 13.6.2006 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.