13.6.2006 | 17:42
Ítalir og fallegar sálir?
Auðvitað voru Roger Waters tónleikarnir í gær geðveikir en ég held samt að ég hefði fengið mun meira út úr þeim með miða á A-svæði. Ítalinn hagaði sér líka skikkanlega og fór í ofanálag snemma og beið frammi eftir að þetta yrði búið honum fannst svo heitt og tónlistin svo hávær (vorum samt eiginlega alveg aftast og ekkert stappað af fólki í kringum okkur). Svo kom nú á daginn eftirá að hann fílar ekkert Pink Floyd dýrt spaug það myndi ég segja.
Og hvernig er það? Þekkir einhver Ítali svona almennilega sem hóp? Eru þeir allir fucked up í hausnum eða er það bara þessi eini. Hann vildi meina að ég ætti að bjóða stærðfræðikennaranum í mat og þá fengi ég að ná prófinu. Sagði að svoleiðis virkaði það á Ítalíu og að þess vegna ættu prófessorarnir aldrei í vandræðum með að ná sér í flottar ungar stelpur. Ég reyndar hallast frekar að því að þessi sé í það minnsta meira fucked up í hausnum en hinn almenni Ítali.
Hitti svo vin minn og skutlaði honum og vinkonu hans heim eftir tónleikana. Hafði aldrei hitt hana áður en komst að því í bílnum að hún býr til stjörnukort og er svona með áhuga á þeim málum, sem mér finnst oftast óttalegt bull. Svo sagði hún við mig þegar hún var að fara út úr bílnum að ég væri falleg sál, hún sæi það sko alveg. Merkilegt hvað mér fannst vænt um það hrós miðað við hvað mér finnst svona dót vera mikið bull og hún þekkti mig ekki neitt. Held að niðurstaðan sé að mér finnist það ekkert vera bull nema rétt svona opinberlega til að virka vísindalega þenkjandi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:55 | Facebook
Athugasemdir
Tel að vinkona vinar þíns hafi hitt naglann á höfuðið, en hef svona álíka miklar mætur og trú á fræðum stjarnanna og þú bæði opinberlega og óopinberlega.
agnes (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 10:29
hehe...það er ekkert að marka þig...þú ert mamma mín
Sunna, 14.6.2006 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.