Óskalisti - taka tvö

Sandra vildi gjafahugmyndir sem kostuðu ekki milljón....sjáum hvað mér dettur í hug.

  • iPod Hi-Fi....kostar að vísu 39.990 en hvað er það á milli vina? Svo er það heldur ekki milljón svo það uppfyllir settar kröfur.
  • Don Kíkóti...mér voru að berast þær fréttir frá JPV útgáfu að hún sé komin út í kilju og maður verður víst að lesa þetta meistarastykki einhvern tíma.
  • Blender...veit reyndar ekki hvað ég myndi nota hann mikið en held samt alveg stundum...er margoft búin að hugsa "mig langar í svona að borða/drekka....en á ekki blender." Svo hver veit nema þetta gæti orðið fjórða eldhúsapparatið sem ég nota reglulega (hin eru ísskápurinn, örbylgjuofninn og uppþvottavélin)
  • Sléttujárn....sama og að ofan, veit ekki alveg hversu oft ég myndi nota kvikindið, en það hefur sannað sig á undanförnu ári eða svo að stundum vil ég vera sæt og slétti þessa einu krullu mína. Og verður maður ekki að eiga sléttujárn til að vera stelpa með stelpum?
  • Gloss sem virkar eins og silocon í varirnar og gerir þær heví kyssulegar.
  • Eitthvað svona system með silfulituðum haldara sem maður skrúfar á vegg og setur glas í og geymir tannbursta í....er ekki kominn tími á sollis? (eftir aðeins eingöngu og bara 15,5 mánuði á Sólvallagötunni)

Hmm...þetta er nú bara orðið ágætara en ég bjóst við....og ef ég bara einbeiti mér nógu mikið detta mér örugglega skrilljón hlutir í hug í viðbót.

Svo fékk í símtal áðan sem átti að vera til að óska mér til hamingju með daginn. Jibbí, fyrsta hamingjuóskin komin í hús...eða svona næstum því. Ég náði að tjá viðkomandi að litli fuglinn sem hvíslaði því að honum að ég ætti afmæli í dag væri eitthvað smá ruglaður í ríminu....svo ég heimtaði bara nýtt símtal á mánudaginn. Hey, ég er bara komin í afmælisstuð eins og lítill krakki...ekkert slæmt að verða gamall eftir allt saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er nú bara stórglæsilegur listi :) hef hann allavega í huga þegar ég fer í gramsá morgun efrir gjöf:) :)
Sjáumst á morgun sæta mús

Sandra dí (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 00:19

2 Smámynd: Sunna

tíhí...sæta mús...that's a new one....

Sunna, 16.6.2006 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband