16.6.2006 | 11:28
Heimskulegar pælingar?
Call me stupid, en af hverju er það svona mikið hræðilegra fyrir heiminn að Íranar þrói kjarnorkuvopn heldur en til dæmis Bandaríkjamenn? Nú sé ég óneitanlega kosti þess fyrir mig persónulega að Íranar eða aðrar þjóðir sem hafa kannski frekar stuttan kveikjuþráð gagnvart Vesturlandabúum og þá sérstaklega hinum viljugu þjóðum (og lái þeim hver sem vill) eigi engin kjarnorkuvopn. En ef ég væri Arabi, þá stæði mér nú ekkert á sama um það heldur að stíðsóða arabahatandi simpansakvikindið réði yfir slíkum vopnum. Og til að opinbera enn frekar heimsku mína skil reyndar ég ekki heldur af hverju einhver hefur einu sinni áhuga á að þróa vopn sem geta sprengt jörðina í loft upp á einu bretti? Hver gæti hugsanlega grætt á því?
Svo svona í fjarskyldum útúrdúr, þá ætla ég að setja hérna link á textann og söguna úr Leaving Beirut, sem mér fannst held ég bara mest töff hlutinn af Roger Waters tónleikunum, allavega fyrir hlé.
Peres telur að Íranar muni láta undan þrýstingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Facebook
Athugasemdir
Kjarnorkudeilan við Íran er mjög flókin en snýst kannski aðallega um það að komist Íranir yfir kjarnorkuvopn raska þeir öllu vopnajafnvægi í miðausturlöndum. Hernaðarsérfræðingar eru einnig á þeirri skoðun að Íranir muni skjóta slíkri sprengju á Ísrael, sem einnig er kjarnorkuveldi sem mun án efa svara í sömu mynt.Afleiðingarnar af slíkri atburðarrás er eitthvað sem við getum ekki gert okkur í hugarlund og ég vona að við þurfum aldrei að upplifa.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 11:48
...and the Germans killed the Jews, and the Jews killed the Arabs, and the Arabs killed the hostages and that is the news...
Villi Asgeirsson, 16.6.2006 kl. 11:49
og öllum er sama þótt Ísrael sé kjarnorkuveldi því þeir eru jú vinir "okkar." Er eitthvað ósátt við það þessa dagana að vera Vesturlandabúi, í það minnsta alls ekki stolt.
Og hann tók þetta lag líka Villi...geðveikt. En það sem mér fannst svo skemmtilegt við hitt var að áhorfendur fögnuðu eftir skammirnar á bæði George og Tony, hjálpaði eflaust að textinn var risastór á bak við hann sem hluti af ljósashowinu.
Sunna, 16.6.2006 kl. 14:12
Ráðast menn ekki svo glatt á þá sem eiga sprengjuna????
Nei,ekki það.Argentína hertók Falklandeyjar vitandi að Bretar eiga sprengjuna.Indland og Pakistan ráðast á hvert annað á víxl,vitandi að hvort tveggja á sprengjuna.Nokkur arabaríkji réðust í sameiningu á Ísrael vitandi að "stóri bróðir" Ísraelsmanna ætti sprengjuna.Við skulum átta okkur á að þó svo að leitun sé að vesturlandabúa sem mundi fórna sér með sjálfsmorðssprenju þá er urmull af mönnum sem að eru til í tuskið frá miðaustrlöndum og komast færri að en vilja.Það sem að ég er reyna að segja er, að fólk frá þessum heimshluta hugsar allt öðruvísi en við.Þetta er bara staðreynd, án þess að ég sé með einhverja fordóma gagnvart þeim.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 16:15
Já, Sunna...stutta svarið við þessu miðað við umræðurnar hér að ofan er greinilega að það er ekki fyrir hvítan mann að skilja þetta nema kafa ofan í sögubækur og koma sér inn í hugsanahátt og sambönd milli arabaþjóða ;)
Amk er ég litlu nær
Hulda (IP-tala skráð) 17.6.2006 kl. 11:42
Mig langar bara að óska þér til hamingju með afmælið á morgun. Ég er svo hrædd um að ég gleymi að gera það á morgun af því að Troy er að fara í augnaðgerðina á morgun.
Ég vona að afmælisveislan þín um helgina hafi verið skemmtileg.
Anyways, til hamingju með afmælið Sunnusinn okkar, Inga Birna, Troy, Wyatt og Harley :)
Inga Birna (IP-tala skráð) 18.6.2006 kl. 20:19
Til hamignju með ammælið sæta snót
Sandra dí (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.