26.6.2006 | 16:48
Gott að vera kærulaus
Eins og ég er nú búin að vera staðráðin í að fara að spara og svona vegna alveg dularfullt slakrar fjárhagsstöðu og hárra visareikninga þá bara ákvað ég að skella mér á Hróarskeldu. Ég meina fyrst ég fæ miðann gefins væri ég annars að tapa 1400 dönskum krónum og það getur varla flokkast undir góðan sparnað. Til þess að spara þennan 1400 kall þurfti ég að vísu að eyða 40.000 en ég er alveg viss um að það er til einhver hagfræðiformúla sem sýnir fram á mikinn hagnað af þessu. Allavega andlegan hagnað því það verður svo gaman!
Er ég nokkuð alveg snar? er ekki hvort eð er í tísku að steypa sér í skuldir upp fyrir haus þessa dagana? Nú fæ ég líka að hitta kærastann minn, hann Tiga, sem á lag (og drop dead gorgeous mynd) hérna á vinstri kantinum þar sem hann ætlar að spila fyrir gesti og gangandi á laugardaginn. Þarf að leggjast yfir line-upið og spilleplanet í kvöld...vúhúúú!
Skemmtileg tilviljun að á meðan öllum þessum pælingum stendur er ég einmitt í Roskilde '03 bolnum mínum.
Athugasemdir
Bara að vera nógu snöggur að strauja áður en maður fær sammara...og svo er alltaf gott að fjárfesta í minningum.
Hulda (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 18:13
ég var að pæla í að kommenta á færsluna hér að neðan en snögglega hætti við því svar mitt hefði ekki á nokkurn máta haft eitthvað að gera með það sem mér finnst í alvörunni.. og hefi það (svarði) bara endurspeglast af öfund og löngun sem hefði komið út á neikvæðan hátt.. :)
Annars finnst mér gEEEEEEðveit að þú sért að fara á deit með Tiga og það í heilan dag.. finnst þessi 40þ kall ekki skipta neinu máli miðað við hvað maður getur annars verið snöggur að eyða honum mjög ópraktíska og óeftirminnanlega hluti.
hvenær ferðu svo út og með hverjum ???
maria (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 12:54
fer út á fimmtudaginn....aaaalein, en billiam vinur vinur minn sem býr í köben pikkar mig upp á flugvellinum
Sunna, 27.6.2006 kl. 12:56
Það er bara ljúft að fara aaaaleinn út eins og þú veist...bara að fá sér risamorgunmat í Leifsstöð (eða risaglas af áfengi) og slúðurblað..awwww
Hulda (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.