Return of the Sunna

Komin aftur til baka frá Hróarskeldu í heilu lagi...ef maður telur ekki húðflyksurnar sem hrynja reglulega af nefi mínu og öxlum vegna sólbruna sem sjálfstæða parta. Það er auðvitað bara púrahamingja í gangi með að vera komin til baka í vinnuna, skil ekki hvernig ég gat sleppt því að mæta á skrifstofuna 6 heila daga í röð, var bara komin með fráhvarfseinkenni...sem lýstu sér í taumlausri gleði og brosi allan hringinn.

Það var alveg geðveikt gaman úti og ég man eftir næstum því allri ferðinni sem verður held ég bara að teljast gott. Var samt ekki alveg eins dugleg að fara á tónleika og ég ætlaði mér og finnst súrast að hafa misst af Primal Scream en annars er mér eiginlega bara alveg skííítsama. Hitti aftur á móti Tiga og hann er bara alveg jafn sætur in person og ég hélt. Og eins furðulegt og mér eiginlega finnst það þá fannst mér Roger Waters-tónleikarnir bestir - eða ég allavega fór í mesta fílinginn á þeim. Ætlaði eiginlega ekkert mikið að fara fyrst af því ég var svo nýbúin að sjá hann hérna heima og það var jú fullt annað í gangi á sama tíma en svo var hann bara miklu betri úti - eða upplifun mín allavega miklu magnaðri...en það var eflaust að einhverju leiti út af þessu með B-svæðið þegar ég fór hérna heima.

Sló svo öll fyrri met í verauppiísófamaraþonum eftir að ég kom aftur til kaupmannahafnar því þar lá ég frá svona 1 eftir hádegi á mánudegi þangað til 9 í gærmorgun. Kom bara við gólfið til að fara tvisvar á klósettið, einu sinni í langþráða sturtu og einu sinni til dyra að taka á móti pizzu. Verð eiginlega að segja að þetta voru mjöööög ljúfir 20 tímar og ég horfði á alla fyrstu seríuna af futurama - djöfull eru það ógeðslega fyndnir þættir. Held ég þurfi að fara aftur á næsta ári og horfa þá á aðra seríu og svo þriðju á þarnæsta ári. En þá verð ég líka að vera að koma af hróarskeldu því undir öðrum kringumstæðum myndi ég væntanlega vilja eyða degi í Köben í eitthvað annað en teiknimyndagláp. Já heyrðu, ég hlýt að hafa komið eitthvað við gólfið líka til að skipta um disk í dvd-spilaranum...damn, caught myself in my own lie Ullandi Get samt ekki neitað því að það var ótrúlega gott að koma í mat til ömmu í gær og fá fyrstu máltíðina í viku sem var ekki samloka, hamborgari eða pizza.

Myndi lofa að skella inn myndum fljótlega en eftir að hafa haft þvílíkt fyrir því að sækja myndavélina mína áður en ég fór út þá tók ég bara 2 myndir. Önnur er af hundi í lest og hin er held ég af hluta af andlitinu á Billiam...báðar teknar á leiðinni frá flugvellinum og heim til hans. Ég er venjulega svo góð í að sofa í flugvélum, sofna næstum undantekningalaust fyrir flugtak og vakna oftast ekki fyrr en eftir lendingu. En eitthvað var mér að bregðast bogalistin í þetta skiptið því ég bara sofnaði ekki. Og hvað gera Íslendingar þá? Jú þeir drekka í staðinn. Ég hef nú aldrei verið þessi týpa sem fer á flugvélafyllerí og alveg virkilega þoli ekki fullt fólk í flugvélum sem kann ekki að haga sér og ælir yfir allt og alla en núna skil ég þetta betur sko. Ég var reyndar voða stillt og ældi ekki neitt, hélt bara mitt einkapartí með ipodinum og dansaði eins og fáviti í sætinu - held samt ég hafi ekki truflað neinn, rámar samt í að fólk hafi horft smá á mig eins ég væri kannski soldið spes á leiðinni út úr vélinni og á meðan ég dansaði mig í gegnum Kaastrup. Svo varð ég víst Billiam eitthvað smá til skammar í lestinni (var víst að tala frekar hátt um að nú væri ég hætt að borða þangað til eftir hátíðina því ég vildi ekki fyrir mitt litla líf gera neitt meira en að pissa í fallegu kamrana þar - fyrir utan bara að láta eins og fullur fáviti í lest) en ég man ekkert eftir því svo það gerðist ekki.

En hver veit, kannski ég skelli inn þessum tveim myndum á morgun...hundurinn var geðveikt sætur og þar að auki oní tösku. En hvað er svo málið með það að ég hafi aldrei heyrt um fyrstu seríu af lífi britney og kevins og enn síður séð þátt? Hvar kemst maður í þetta? (jebbs...nú er ég opinberlega búin að játa að ég horfi á sumt af raunveruleikaviðbjóðnum sem ég rakka reglulega niður og hef bara baman að....en hver gerir það svo sem ekki?


mbl.is Spears vill í sjónvarpið á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim Sunna mín... ég er eila bara glöð yfir því að þú hafir ekki tekið fleirri myndir en tvær... því þá hefði ég sennilega farið að grenja yfir því af hverju ég hafi aldrei farið á Hróaskeldu og þar fram eftir götunum

Gleður mig að þú hafir skemmt þér og svo ég tali nú ekki um að þú hafir slakað á upp í sófa í í einn tvo tíma... já eða TUTTUGU :)

Tjábellaaa... M

María (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 11:34

2 Smámynd: Sunna

Já takktakk...yndislegt að vera komin heim...hmmm

en annars var það auðvitað bara af tillitssemi við þig sem ég tók ekki fleiri myndir mæja mín...því ekki vil ég að þú tapir kúlinu með því að fara að grenja.

Sunna, 5.7.2006 kl. 12:12

3 identicon

Velkomin heim Sunna mín..þetta hlýtur að hafa verið alveg geggjað EN EKKI eins geggjað og það verður hjá okkur upp í sumarbústað:)
Hlakka til að sjá þig skvís:)

Agnes (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband