Fótboltabulla og tree-hugger með fimmtudagsfiðring

Þeir sem þekkja mig munu ekki trúa þessu, allra síst Hulda, en ég held ég sé búin að fatta fótbolta. Horfði að vísu ekki á leikinn í fyrradag, sem var víst eitthvað æðislega æðislegur, en horfði á seinni hálfleikinn af Frakkland-Portúgal í gær og hafði bara gaman að sko. Nema ég nottla hélt með portúgal vegna kárahnjúkatengsla minna við landið og þeir töpuðu - en sem betur fer hélt ég ekki það mikið með þeim að tapið skemmdi fyrir mér leikinn. Svo var ég reyndar líka orðin svo þreytt á vælinu í Ronaldo að ég var eiginelga bara hætt að halda með þeim. En nú hefur sem sagt alveg nýr heimur opnast fyrir mér...eða svona nokkurn veginn...því nú ætla ég viljandi að horfa á úrslitaleikinn. Spurði m.a.s. strax í dag hvenar hann væri Ullandi - var væntanlega ein af svona 3 manneskjum á landinu sem vissi það ekki fyrir. En þessu hefði ég aldrei trúað upp á sjálfa mig...ef hugarfarsbreytingin gagnvart fótbolta heldur áfram á þessum hraða í svona viku breytist ég í svona fulla breska fótboltabullu sem lemur alla sem halda ekki með sama liði...hmm, ætti þá kannski að velja mér lið til að halda með fyrst - einhverjar hugmyndir?

En það er fleira skrítið að gerast í hausnum á mér þessa dagana. Fór út að reykja áðan og sá eitthvað svona skorkvikindi vera að skríða um á pallinum - og ég steig á það og drap það bara svona mér til skemmtunar. Ekkert óeðlilegt við það svo sem. Nema hvað að svo fékk ég bara massasamviskubit og vorkenndi grey dýrinu að þurfa að hafa álpast upp á pallinn akkúrat á meðan ég var úti. Hefði það komið hálftíma fyrr eða seinna ætti það kannski 2 mánuði eftir af lífi sínu, en nei, ég skemmdi möguleika þess á því bara af því ég hafði ekkert betra að gera. Er þetta ekki orðið soldið sick? Ég meina ég er ekki einu sinni grænmetisæta. Vona bara að þetta fari ekki að færast í aukana líka og ég fái samviskubit í hvert sinn sem ég þarf að drepa könguló eða trjákepp heima, því það er ekkert mjög sjaldan. 

En nú er svo kominn fimmtudagur og fimmtudagsfiðringurinn er að sjálfsögðu á sínum stað og nú er bara að ákveða hvort það er breakbeat eða wulfgang í kvöld - hmm...þarf að hugsa þetta. Ætli það velti ekki líka soldið á því með hverjum ég fer þar sem ég held að fáir sem ég þekki séu opnir fyrir báðum möguleikunum - og margir reyndar hvorugum....en ég finn eitthvað út úr þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðandi fótboltann þá horfði ég á seinustu 20 mínúturnar af téðum leik og hafði bara nett gaman að :)
Ætla að horfa bæði á undanúrslitin og úrslitin svo þetta virðist vera smitandi...er samt ennþá jafn blanco á hvað er að gerast inni á vellinum ;)

Hulda (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 16:54

2 identicon

Ætlar þú kannski að heiðra mig og gesti mína á sunnudag í Naustabryggju með nærveru þnni?
Það er jafnframt afmæli Bryndísar!
Mamma

agnes bragadóttir (IP-tala skráð) 7.7.2006 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband