11.7.2006 | 15:13
Allt í volli
Er þetta ekki eitthvað djók? Eða er ég að misskilja? Er virkilega verið að bjóða fólki peninga fyrir að drepa sódómista? Ég virðist ekkert ætla að venjast því hvað heimurinn er fucked up staður.
Svo virðist allt vera að fara fjandans til hérna á íslandi líka og mér finnst eins og við séum bara á leið í moldarkofana aftur...að minsnta kosti vorum við einu sinni nútímaþjóðfélag en miðað við fréttir seinustu daga og vikur erum við bara að verða að einhverju bananalýðveldi aftur. Verðbólgan í hámarki, fasteignamarkaðurinn á barmi þess að hrynja og yngri helmingur þjóðarinnar (including me) að fara að sitja uppi með milljóna skuldir umfram eignir, Pólverjar búandi við aðstæður sem væru ekki hundum sæmandi og látnir borga fyrir það himinháar fjárhæðir, businesskallar að kaupa upp lönd og hrella sumarhúsaeigendur á máta sem mér finnst eiga heima í íslendingasögunum, lóðaúthlutanir á höfuðborgarsvæðinu virðast líka virka eftir einhverju forsögulegu klíkuskapskerfi, álver skulu rísa út um allt hvað sem hverjum finnst en stjórnvöld eru nú samt ekki með neina stóriðjustefnu að eigin sögn og þetta er bara allt í volli.
Ef ég bæti svo ofan á þetta eigin tilvistarkreppu sem hefur aðallega með það að gera að ég er búin að sóa seinustu 5 árum af lífi mínu í að reyna að ná í einhverja BS-gráðu í fagi sem ég hef ekki nokkurn minnsta áhuga á og ég veit ekkert hvað ég vil gera við restina af lífinu finnst mér bara ærin ástæða til að fara að grenja.
Hvernig fer maður að því að laga heiminn og eigið líf?
Mótmæli gegn hátíð samkynhneigðra í Jerúsalem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
Athugasemdir
Kannski LSD sé málið?
Hulda (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 19:48
Ha? Er það? Hvar fær maður svoleiðis?
Nei hvað meinarðu? Að þetta sé allt svo vonlaust að eina leiðin til að laga það einhvern veginn sé að fokka algjörlega upp eigin skynjun á raunveruleikanum?
Eða stendur LSD fyrir eitthvað annað en lýsergsýrudíetýlamíð?
Sunna, 13.7.2006 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.