13.7.2006 | 11:29
Sjónvarpsfíkn í sumarblíðunni
Fór á raunveruleikasjónvarpsfyllerí í gær....og skemmti mér að sjálfsögðu konunglega. Fannst Magni standa sig vel, betur en margir af keppinautum hans, og eiginlega kom það mér á óvart því þótt hann kunni sko alveg að syngja strákurinn hef ég ekki alveg verið að skilja hvað hann er að gera í þessum hóp, þar sem hann er alveg 100 sinnum meiri hnakki en nokkurn tíma rokkari. En hann er líka búinn að minnka sveitaballataktana til muna frá seinustu viku og er það vel. Fannst Tommy Lee líka helvíti skemmtilegur...hann var greinilega svo high on something að hann var kannski ekkert með það á hreinu hvar hann var. En það gerði þetta auðvitað bara skemmtilegra. Um hvað hefði fólk verið að tala í útvarpinu í gær ef hann hefði ekki sagst elska ho-ið en vanta soldið meira hum. Svo hefur hann greinilega slakað eitthvað á í efnainntöku fyrir þáttinn þar sem úrslitin voru tilkynnt svo sá þáttur var ekki eins fyndinn. Fannst samt mjög kúl að Chris væri sendur heim því hann var svo vibbahrokafullur.
Nokkrum tímum fyrr hoppaði ég hæð mína af gleði þegar Lisa var send heim í ANTM enda er ég búin að vera að bíða eftir því alla seríuna....jesús hvað hún er búin að fara í taugarnar á mér undanfarnar vikur.
Og núna líður mér illa og held ég þurfi eitthvað að endurskoða líf mitt því ég er að blogga um Rock Star og Americas next top model. En ætli þetta sé ekki svipað og þegar ég kom út úr skápnum með Leiðarljós-áhorf mitt fyrir þó nokkrum árum. Ég veit það er sorglegt, en ég hef gaman að þessum óbjóði og ætla því bara að taka þessari skemmtun opnum örmum. Já talandi um Gædó....sá einhverjar 5 mínútur um daginn og langar að vita hvort það sé rétt skilið hjá mér að Reva sé hætt að vera draugur. Ef einhver veit þetta má endilega upplýsa mig í kommenti...skil vel ef sú athugasemd er nafnlaus.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Athugasemdir
sko já hún Reva er hætt að vera draugur en það er eina sem ég get sagt þér bendi þér bara á að fara á Barnaland.is og spyrja heheh þær virðast vita allt um sjónvarpið:)
Sandra dí... pínuskömmustuleg að vita þetta hehe (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 05:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.