19.7.2006 | 14:37
Slímmatur með sinum og Honda vs. Trabant
Eins og við var að búast í þessari vondu viku var maturinn gjörsamlega óætur. Ég kom sem sagt til baka úr mat svöng, óendanlega pirruð og sígarettulaus. En svona út frá vísindalegu útreikningunum mínum sem ég sagði frá áðan hlýt ég að vera komin í betra skap fyrst ég er að blogga aftur. Og jújú mikið rétt...bætti mér nebbla upp slímpastað og slímsalatið og köldu kjötafgangana með sinunum með freistingum frá Frón og það virðist hafa hjálpað til við upprifjunina á því hvernig maður hefur gaman að hlutunum þótt allt sé vonlaust og leiðinglegt þessa dagana. Eftir 15. ágúst þarf ég vonandi ekkert kex til að finnast hlutirnir skemmtilegir því þá verða þeir bara orðnir það í alvörunni.
Er svo að hlusta á performansana úr rockstar á netinu...Magni enn að ýta undir þjóðarstoltið hjá manni sem er auðvitað bara gott mál. Þegar maður horfir á þetta á netinu koma alltaf öðru hvoru svona auglýsingar, og ein þeirra er Honda Fit auglýsing með Trabant-lagi. Fyrst fannst mér bara ótrúlega kúl að Honda væri að nota íslenskt lag í auglýsinguna sína (ekki sama Fit auglýsingin og er sýnd í sjónvarpinu hérna) en svo núna finnst mér eiginlega meira kúl að Honda sé að nota lag með hljómsveit sem heitir Trabant.
Nú eru miðvikudagskvöld sem sagt orðin ennþá betri sjónvarpskvöld en áður...maður þarf eiginlega að vera límdur við skjáEINN frá hálf 9 til 1...ANTM, RS, L word og aftur RS...mjög sorglegt í svona góður veðri....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Matur og drykkur, Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.