21.7.2006 | 13:05
Sumar sumar sumar
Í gær tók ég bestu ákvörðun sem ég hef tekið í laaaaangan tíma. Var á leiðinni í vinnuna, búin að keyra svona 2 mínútur, þegar ég virti fyrir mér himininn og sneri við á punktinum og tók mér sumarfrí. Og vá hvað það var þess virði....dagurinn var bara geðveikur.
Sleikti sólina uppi á þaki hjá mömmu, úti á svölum hjá ömmu og á svölum Írisar frænku. Fór á línuskauta í fyrsta skipti í sumar ef frá eru talin nokkur skipti sem ég er búin að rúlla fram og til baka heima hjá mér (í riiiisastóru íbúðinni minni). Tapaði líka peningum í póker í sólinni og endaði svo daginn á einhverju rosalegasta Trivial spili sem um getur. Það vannst á lokasprettinum en vááá hvað sumt fólk á bara ekki að vera saman í liði. Það skeði svona skrilljón sinnum að við vorum með svarið um leið en svo tókst mér með einhverri ótrúlegri röksemdafærslu að sannfæra bæði mig og hinn helminginn af liðinu mínu um eitthvað allt annað og miklu vitlausara. Fékk svo góða bíómyndarhugmynd á meðan á þessari lífreynslu stóð að ég var jafnvel að spá í að beila bara á prófinu í ágúst og fara til hollywood...eða kannski bollywood bara. Er samt ekki komin með neitt nema bara hugmynd, vantar m.a.s. söguþráð svo ég get ekki einu sinni byrjað á handritinu strax svo kannski ég ætti að massa þetta próf bara?
Djöfull er gaman að vera til þegar það er svona gott veður....jafnvel þó maður sé lokaður inni á skrifstofu. En það er kannski bara af því að maður getur hætt í fyrri kantinum. Það virðast líka mjög margir hafa ákveðið að herma eftir því sem ég gerði í gær því það er bara næstum enginn hérna. Enda á að vera ólöglegt að hafa svona gott veður á virkum dögum. Vona að helgina verði svona líka því þá verð ég sko uppi á þakinu hennar mömmu með stærðfræðibækurnar í góðum fíling. Fólki er velkomið að koma og trufla mig með frostpinnaáti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.