21.7.2006 | 13:40
Netóðir íslendingar?
Hahaha...við Íslendingar erum svo miklir plebbar...og samt svo mikil krútt. Veit svo sem ekkert um áreiðanleika þessarar könnunar þegar fréttin var skrifuð en núna er Magni allt í einu kominn í 70% og ég efast ekki um að eftir að fréttin birtist á mbl streymdu ógrynni Íslendinga sem aldrei höfðu heyrt um síðuna áður inn á www.supernovafans.com til að kjósa okkar mann. Skemmtilegt hvernig fjölmiðlar geta haft áhrif á eigin fréttir og það alveg óvart.
Þessi skjótu viðbrögð þjóðarinnar við skoðanakönnun á einhverri síðu sem enginn veit um leiðir mann svo út í pælingar um þættina sjálfa þar sem úrslitin ráðast jú með netkosningu. Ætli við séum svo netóð og stolt af því að fá að vera með að Magni endi bara aldrei í bottom 3? Getur það verið að kosningaþátttaka í Rockstar á Íslandi sé svo góð að restin af heiminum hafi bara ekkert í okkur? Er alls ekki að efast um að það er fullt af útlendingum að kjósa Magna líka og mér finnst hann hafa verið geðveikt góður, en ætli niðurstöðurnar skekkist ekki soldið vegna þess hvað við erum öfgafull þjóð? En samt...rock on magni!
Magni leiðir netkosningu um næsta söngvara Supernova | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Hey, mí kommenta :) Er að fara í hundaskólann en langaði bara að segja hæ.
Inga Birna
Inga Birna (IP-tala skráð) 22.7.2006 kl. 06:21
Já einmitt Sunna Íslendingar eru sannralega rocking the boat í þessari skoðanakeppni. Ég hef samt séð comment frá útlendingum sem hrífast af Magna, mig minnir að það sé á umræðunum á rockband.com (Magni)enda er gaurinn að standa sig rosa vel, jafnvel farinn að hreyfa sig örlítið meira;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.7.2006 kl. 12:13
já hef einmitt misst mig aðeins líka í að lesa umræður um þetta hingað og þangað um internetið og það erum alls ekkert bara við Íslendingarnir sem erum að fíla hann enda er hann búinn að standa sig frábærlega, miklu betur en ég bjóst við þar sem ég var nú ekkert rosalegur aðdáandi...finnst á móti sól óttalegt fnöh for a lack of a better word. En það æri áhugavert að sjá hvernig þetta kæmi út ef við værum ekki eins og við erum.
Sunna, 23.7.2006 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.