23.7.2006 | 15:23
Ástin blómstrar
Jamm, held ég sé orðin ástfangin...ef það er þá hægt að verða ástfangin af einhverjum með því að lesa bók eftir viðkomandi. Er sem sagt búin að dömpa Tiga og farin að plana framtíðina með Andra Snæ aftur. Mikið er það satt sem ég var að ræða fyrir sona korteri að gáfur eru einn mikilvægasti hlutinn af kynþokka. Ekki það að mér finnist Andri Snær ekki bara geðveikt sætur líka....en einhvern veginn verður hann flottari með hverri blaðsíðunni sem ég les í Draumalandinu. Ég er nú ekkert endilega sammála öllu sem ég er búin að lesa en hann skrifar þetta svo skemmtilega. Er nú kannski ekki alveg fyrst með fréttirnar þar sem það hafa margir komið í sjónvarpið, útvarpið, blöðin, eða bara í heimsókn eða símann og talað um hvað hann gerir þetta skemmtilega, en þessi æsifréttabloggflutningur minn á samt alveg rétt á sér því ég hef ekki heyrt neinn segjast vera ástfanginn af honum vegna bókarlesturs. Hmm, maður er nú kannski aðeins kominn á undan sjálfum sér tilfinningalega, en ég væri allavega alveg til í eitt date eða svo. En hann á víst konu. Ætli það sé þá ekki sniðugast að ég hætti þessari vitleysu og rífi upp stærðfræðibækurnar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Bækur | Breytt s.d. kl. 15:43 | Facebook
Athugasemdir
Þetta voru góðar samræður um gáfur og sexýheit ;)...verður samt að koma fram að það verður að vera ákveðinn töffaraskapur með líka, mundi allt í einu eftir nokkrum gáfuðum gaurum sem mér þóttu bara alls ekkert sexý :P
Svo svona gáfað nörd sem er líka smá töffari er draumurinn....og Andri Snær er ekta þannig gaur
Hulda (IP-tala skráð) 23.7.2006 kl. 20:23
enda sagði ég "einn mikilvægasti hlutinn"....gengur sko engan veginn eitt og sér, ó nei ó nei....
Sunna, 23.7.2006 kl. 21:06
gæti ekki verið meira sammála. Búin að vera ástfangin af Andra Snæ í laumi síðan 1998. Hann er bara heitur, ofsalega klár og röddin er "to die for". Svo mikill fan að ég á tvær áritaðar bækur og fæ öll lengri viðtöl við hann send til Þýskalands. Myndi alvarlega velta fyrir mér að sturta trúlofunarhringnum ef hann væri á lausu...
Solla (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 07:29
lol....þú meinar ef hann væri á lausu og ég ætti ekki fyrsta veðrétt:P
djöfullinn...er ekki hægt að klóna hann bara? eiginlega hefði átt að búa til nokkur eintök bara fyrir svona 28 árum, þá gætum við allar verið sáttar.
Sunna, 25.7.2006 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.