27.7.2006 | 01:36
Húmoristi í Supernova!
Hahahahaha! Var að horfa á útsláttarþáttinn í Rockstar og eins og allir sem eitthvað vita vita, gerði Zayra sig alveg skemmtilega rosalega að fífli í gærkveldi. Rétt áður en hún byrjaði svo að klúðra I'm not an addict svona konunglega í kvöld sagði Gilby Clarke eitthvað um að nú ætti hún að standa sig "...because this may be the last time you perform for us." Ég er reyndar búin að vera að hugsa frá fyrsta þætti hvern fjandann hún væri einu sinni að gera í þessari keppni og fannst þetta hljóma eins og þeir væru loksins að fara að put her out of her misery. En svo hugsaði ég "ef ég væri einn af þeim myndi ég stinga upp á því þegar hinir segðu að Zayra ætti að fara að við myndum halda henni lengur til að sjá hversu mikið hún myndi gera sig að fífli því við gætum hlegið að henni í mörg ár eftirá!" Svo hugsaði ég hvað það væri sjúklega fyndið ef einhverjum þeirra dytti þetta sama í hug. Og hahahahaha....þeim datt þetta í hug. Ég ætla að giska á að Tommy Lee sé með þennan kvikindislega og ótrúlega fyndna húmor. Er það ekki annars eina hugsanlega rökrétta skýringin á því að þetta laglausa kvikindi hafi ekki verið sent heim?
Í öðrum Rockstar-pælingum fannst mér Lucas geeeeðveikur - gerði eiginlega geðveikt töff lag miklu meira töff. Svo fannst mér Magni vera farinn að virka soldið hrokafullur, svona í realityþættinum. Er ég bara að ímynda mér hluti eða eruði sammála mér?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:44 | Facebook
Athugasemdir
Já sjálfsagt er þetta partur af strategíunni hjá þeim. Sástu svipinn á þátttakendum þegar kom í ljós hver færi heim? það átti enginn von á þessu.
Mér fannst Magni eiga erfitt með að taka gagnrýni þeirra, enda hefur hann ekki fengið mikið af henni. Hann hefur verið að standa sig vel;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 27.7.2006 kl. 08:12
Ágætis kenning. Það gæti svo líka verið að Tommy kallinum lítist bara vel á Zayru á öðru sviði.
VÞV, 27.7.2006 kl. 15:53
já það gæti vel verið, en ég efast um að hann þurfi eitthvað að halda henni í keppninni til að ná henni á hinu sviðinu sem þú ert að tala um.
Sunna, 27.7.2006 kl. 16:25
Já Zayra var ekki að syngja nógu vel í gær en framkoman á sviði var hins vegar flott og hún sjálf í búningnum var HOT ! Hún er bæði rosalega falleg og þrusukroppur. Ég held hún hafi fengið mörg atkvæði út á það og outfittið í gær- þúsundir stráka slefandi og vilja hafa hafa með þess vegna ;)
Hugrún (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 18:18
já við höfum greinilega mjööög misjafnar skoðanir á því hvað er flott sviðsframkoma.
Sunna, 28.7.2006 kl. 11:56
Ég er samt alveg sammála þér um að hún hafi átt skilið að fara heim því auðvitað nægir ekki að vera falleg og koma í girnilegum búningi en syngja illa ;)
Hugrún (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 15:29
Almáttugur hvað þetta var einmitt ógeðslegt átfitt á stelpunni! að mínu mati töluvert langt frá því að vera sexy.
Rúna (IP-tala skráð) 31.7.2006 kl. 09:42
Nei það er misjafn smekkurinn það er greinilegt ;) Annars held ég að flestir strákar séu sammála mér , mjög gaman að fá svona hressandi tilbreytingu í fatnaði :)
Hugrún (IP-tala skráð) 31.7.2006 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.