Midlife crisis

Á morgun ætla ég að leggja land undir dekk og keyra á Humarhátið á Höfn í Hornafirði. Ég verð alein í bílnum með fullt skott af áfengi. Af hverju? Af því allir aðrir sem ég þekki og eru að fara á humarhátíð eru að fara í einhverjar fullorðinsfjölskylduferðir sem ganga út á að hámarka barna- og makafjölda og lágmarka áfengi. Where's the fun in that?

Ég ákvað að skella mér bara samt því ég komst að því um seinustu helgi að það er gott að vera í sveitinni. Svo er hvort eð er glatað að djamma í bænum eftir að þetta reykingabann tók gildi. Svo ég fer bara í sveitina og borða humar og skemmti mér með fjölskyldufólkinu og eignast svo bara einhverja nýja vini og á eflaust eftir að skemmta mér prýðilega.

En samt sem áður er mér farið að líða eins og einhverri Bridget Jones í fjölskyldufólksheimi. Munurinn á okkur er hins vegar sá að ég er ekki tilbúin að leggja allt í sölurnar til að hætta að vera singleton...eiginlega hef ég mjög takmarkaðan áhuga á að hætta því. Og áhugi minn á að byrja að unga út er vægast sagt mun takmarkaðri. Og eiginlega bara áhugi minn almennt á því að vera fullorðin. Kannski maður fari bara samt og finni sér kall til að fitta inn og fái sér allavega hund svona til að geta sagt eitthvað þegar hinir tala um kúkableyjur og ferðir niður á tjörn. Tek við umsóknum í kommentakerfi.

En ætli lífið sé ekki bara svona eftir 25?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi því ekki ég hafi farið hingað inn í fyrsta skipti í margar vikur og þá akkúrat bloggarðu. Það er einhver tenging á milli okkar :P

Lífið eftir 25...hvað mig varðar finnst mér þetta bara skemmtilegt hehe. Jú, búin að unga út en samt kannski "yngri í anda" heldur en þegar ég var yngri, allt spurning um hugarfar.

Spurning fyrir þig að fá þér kall...en ég mæli með ketti í staðinn fyrir hundinn, hitt er svo mikil binding...mas meiri binding en kall ;)

Hulda (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 08:35

2 identicon

Ég skal lána þér Tomma littla brjálæðing til að venja þig við

Tóta (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband