8.8.2006 | 13:36
Vúhú!
Er búin að segja upp í vinnunni. Veit ekki ennþá hvað ég þarf að vinna lengi, það þarf auðvitað að finna nýja Sunnu og ég þarf að kenna þeirri manneskju hvað felst í því að vera Sunna, en það tekur vonandi ekkert of langan tíma. Mikið gaman og mikið fjör að vera búin að þessu.
Svo er ég með bólu í eyranu sem er að bögga mig alveg fullt.
Athugasemdir
Það er eins gott að þú þurfir bara að kenni henni/honum að vera "vinnu-sunna" því annars mundi ekki nokkur maður ílengjast í djobbinu sökum skemmtilegheita sem lífið þitt er
takk fyrir dvd glápið um helgina .. asskotti hefur maður gott af svona edrúmennski :D
María (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 00:23
Já vá maður...ég myndi ekki einu sinni kunna að kenna einhverjum að vera heilsunna...kann það varla sjálf.
En takk sömuleiðis fyfir glápið...hefði örugglega ekkert meikað endasprettinn á helginni ein heima. Svo hef ég líka aldrei áður leigt sömu myndina tvo daga í röð og horft núll sinnum á hana, svo þetta vídjósession mun seint gleymast.
Sunna, 9.8.2006 kl. 09:57
Nohhh og hvað á að fara að gera í staðinn???
Inga Birna (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 20:06
Vá til hamingju með að vera búin að þessu! :)
Verkfræði Heiða (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.