Opinberir klikkalingar

Kastljósið í gær var eitthvað það skemmtilegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð í langan tíma. Djöfull tók Heimir Már þennan guðfræðingsfávita í bakaríið og það á svona líka skemmtilegan hátt. Jón sagði ekki eitt einasta orð sem Heimir neyddi hann ekki til að éta ofan í sig aftur, verst að Jón virðist bara vera of heimskur eða hlustunarfatlaður ("glæsilegt" nýyrði hér á ferð) til að fatta það. Eða kannski bara hlustar hann ekki á á homma, nema þeir séu bara smá hommar. Gaman að fá svona fávita í Kastljósið stundum, sérstaklega þegar það er einhver svona skemmtilegur á móti þeim. Er ansi hrædd um að ég hefði verið löngu búin að missa þolinmæðina og hjóla í hann bara af pirringi.

Þetta er svo líka algjör snilld. Gaurinn í framboði til formanns og er bara heví sáttur með að hann fær að sitja þing framsóknarmanna og hafa atkvæðisrétt. Finnst líka sniðugt að hann vill svona kynna sér framsóknarmenn, hljómar eiginlega ekkert eins og hann sé alveg með það á hreinu hvort hann sé sjálfur framsóknarmaður yfir höfuð. Svo mæli ég alveg með því að þið klikkið á "skoða fleiri ávörp hauks" og hafi meira gaman að. Er að vísu ekki búin að leggja í elstu tvö ennþá en það er á stefnuskránni. Yndislegt líka hvernig hann er alltaf að segja "og endilega veriði dugleg að blögga."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

FYRIRSPURN TIL VEFSTJÓRA: Er heimilt að kalla nafngreint fólk örgustu ónefnum, eins og þessi Sunna gerir ("þennan guðfræðingsfávita")? Gilda sömu reglur um ábyrgð á meiðyrðum hér eins og í Morgunblaðinu sjálfu, að þegar menn skrifa þar undir nafni, bera þeir ábyrgð á því fyrir dómi, en þegar svo er ekki, ber ábyrgðarmaður blaðsins ábyrgð á því? Muyndu ritstjórar blaðsins hikstalaust birta þar lesandagrein eins og þessa? -- Jafnvel þótt höfundur pistilsins hér fyrir ofan smækki engan nema sjálfan sig með þessu orðbragði, tel ég nauðsynlegt, að þetta komist á hreint.

Jón Valur Jensson, 15.8.2006 kl. 19:12

2 Smámynd: Sunna

Já úps...þegar ég blogga læt ég flest það sem mér dettur í hug flakka og það hvarflaði nú aldrei að mér að þetta yrði lesið af Jóni Val sjálfum. Sé það núna að maður ætti kannski að fara aðeins varlegar í fúkyrðaflauminn....en eftir stendur sú staðreynd að það er mín skoðun að hver sá sem vill senda samkynhneigt fólk í mannskemmandi atferlismeðferð til að afhomma það er þröngsýnn fáviti...en það er svo auðvitað bara mín skoðun eins og allt annað sem stendur á þessari bloggsíðu.

En svona fyrir hönd vefstjóra (þar sem ég veit ekkert hvort hann sjái þetta eða ekki) held ég að ég geti fullyrt að morgunblaðið hefði aldrei birt þessa grein eða aðra svipaða henni enda þarf blaðið að huga að hlutleysi og svona grein myndi aldrei birtast í virðingarverðum fréttamiðli. En það eru önnur viðmið sem gilda á bloggsíðum þar sem síðustjórar þurfa bara að huga að eigin samvisku og orðstýr. Og þar sem ég skrifa undir nafni ætti ekki að vera neitt vafamál hver bæri ábyrgð á þessu fyrir dómi.

Sunna, 16.8.2006 kl. 18:01

3 identicon

Já Sunna.. það er víst eins gott að maður passi það sem ritað er á svæðið sem maður jú sjálfur hefur yfirráð á .. eða hvað ??

en það er víst ótrúlegasta fólk sem ramba inn á þessi svæði og því kannksi allt eins gott að vara sig.. ekki það að ég hafi einhverjar áhyggjur af því að þessi grein eigi eftir að fara með þig á Hraunið .. enda varla það ærumeiðandi að það taki sig að tala um það :)

María (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 19:02

4 Smámynd: Sunna

nei ég er ansi hrædd um að ég komist ekki inn á Hraunið fyrir þetta...þótt það væri óneitanlega soldið skemmtilegt svona til frásagnar eftirá.

Og nei ég held ég fari bara ekkert að passa mig - held bara áfram að bulla, og ef einhverjir klikkalingar vilja eitthvað fara að grenja yfir því, þá bara býð ég þeim franskar með. En þetta getur samt verið hættulegt...veit um stelpu í USA sem fékk bara eitthvað CIA lið heim til sín eftir að hún rakkaði Bush niður á blogginu sínu. Held að Jón Valur hafi ekki slík ítök.

Sunna, 17.8.2006 kl. 09:26

5 identicon

Merkilegt að Jón hafi gefið sér tíma til að kommenta hér þar sem hann virðist vera í fullri vinnu við að rífast í kommentakerfinu á kirkju.net...þurfa menn ekkert að mæta í vinnuna?? Múhaha

Hulda (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 19:35

6 identicon

hahahhah... já það væri svoldið fyndið ef allt í einu yrði öskrað fyrir utan gluggan hjá þér SUNNA VIÐARSDÓTTIR.. ÞETTA ER VÍKINGASVEIT LÖGREGLUNNAR..VINSAMLEGAST GANGTU ÚT MEÐ HENDUR Á LOFTI SVO VIÐ GETUM SÉÐ ÞÆR.. og hvað svo sem meira sem þeir segja... ;)

menn eru víst eitthvað misjafnlega vinnusamir hulda mín.. maður bloggar aldrei meira enn akkúrat í vinnunni .. ;)

María (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 20:28

7 Smámynd: Sunna

Bíddu bloggarðu í vinnunni maría? Þvílík ósvífni!!! Þetta myndi ég sko aldrei gera! Bíddu bara, víkingasveitin gæti alveg komið heim til þín bara...í einkaleigu hjá Pósthúsinu ehf.

En mér finnst eiginlega merkilegra að hann hafi gefið sér tíma til að finna þetta en að kommenta á það...getur verið að fullorðið fólk liggi yfir blog.is forsíðunni og leiti að greinum um sjálft sig? Það myndi þá hugsanlega flokkast undir hégóma. Ætti kannski að senda kauða póst með link á þitt blogg þar sem hann er kallaður sækó...kannski langar hann að kommenta þar líka.

Sunna, 18.8.2006 kl. 09:37

8 identicon

Ég hugsa að mbl.is hafi linkað á bloggið þitt og þar hafi titillinn (opinberir klikkalingar) komið fram. Hvernig Jón tengdi þennan titil við sjálfan sig er svo önnur saga...I kill myself...

Hulda (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband