Hæ hó og jibbí jeij og jibbí jeij, það er kominn fö-östudagur!

Og þá ríkir auðvitað gleði í mínu heilabúi...engin vinna á morgun og heldur ekki hinn!!! Vúhú!

En svo getur maður líka verið alveg ótrúlega steiktur í hausnum á föstudagsmorgnum. Ég var t.d. að keyra Miklubrautina í morgun, bara að hlusta á tónlist og keyra, sem sagt bara svona hálfur heilinn í meðvitaðri notkun. Bíllinn fyrir framan mig var með bílnúmerið R5643 og ég hugsaði "sniðugt, ef maður endurraðar þessu er þetta 3456." Svo fór ég að hugsa hvað gaurinn í bílnum (sem ég var samt ekkert búin að sjá) væri geðveikt hallærislegur að vera að monta sig svona af þessu númeri, þetta væri nú ekki það kúl, ekki einu sinni í réttri röð. Svo svona 20 sekúndum seinna fattaði ég að hann var ekkert að monta sig, bara keyra bíl eins og hver annar. Þá sló ég mig utanundir.

Það væri gaman að sjá útkomuna ef maður gæti tekið upp allar ómeðvituðu hugsanirnar sem fljúga í gegnum hausinn á manni án þess að maður taki eftir því. Það var bara heppni að ég "fangaði" þessa svo það hljóta að vera fleiri hundruð heimskupara sveimandi þarna uppi á hverjum degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehehe þú ert nátturulega dáldið spes sunna mín heheh:) en já annars fljúa svona hugsanir á biljón hjá manni og sem betur fer ekkert hægt að stoppa þær því maður getur oftl hleygið af sjálfum sér já og séstaklega öðrum sem segja manni frá svona hehehehe :)

en takk fyrir gærkvöldið gaman að hitta þig svona án áfengis lol alltof sjaldan sem það gerist

Sandra dí (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 15:21

2 identicon

mér fannst bara hundleiðinlegt að hitta þig svona edrú í gærkvöldið .. ha.. össhh.... !!! Grín

annars á ég nokkrar svona hugsanir.. man enga í augnablikinu en þegar ég hef hingað til verið að rifja upp svona lagað er það yfirleitt ekki eitthvað svona... mínar eru allar annað hvort ógeðslegar eða perrvertískar..

María enn eina .. (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 23:01

3 identicon

Sko, það er klassískt að pæla í bílnúmerum...endurraða þeim, athuga hvort þær uppfylli einhverjar raðir eins og Fibonacci eða eitthvað ...allavega stunda ég þetta og hef aldrei pælt í því það sé eitthvað skrítið fyrr en núna ;)

Hulda (IP-tala skráð) 19.8.2006 kl. 13:49

4 Smámynd: Sunna

nei mér finnst ekkert skrítið að pæla í númerunum....kannski nördalegt, en við erum jú nördar af guðs náð ekki satt? Finnst pinkulítið fucked up að rífast við bílstjórann í huganum af því maður ímyndar sér að hann sé að monta sig af númerinu.

En já Mæja, þú ert líka ööööömurleg svona edrú:P

Sunna, 20.8.2006 kl. 20:39

5 Smámynd: Sunna

nei mér finnst ekkert skrítið að pæla í númerunum....kannski nördalegt, en við erum jú nördar af guðs náð ekki satt? Finnst pinkulítið fucked up að rífast við bílstjórann í huganum af því maður ímyndar sér að hann sé að monta sig af númerinu.

En já Mæja, þú ert líka ööööömurleg svona edrú:P

Sunna, 20.8.2006 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband