20.8.2006 | 20:47
Stjörnuspár og brjóstahöld
Eins og ég er nú langt frá því að taka stjörnuspár alvarlega verð ég bara að deila með ykkur stjörnuspánni minni úr Tímaritun Smáralind (sem ég veit ekki alveg af hverju meikaði það inn til mín í staðin fyrir að fara beint í tunnuna).
Tvíburinn er að fara inn í ótrúlega skemmtilega orku en þarf að muna að hika er sama og tapa. Tvíburinn þarf að hætta að vorkenna sjálfum sér því að í tvíburamerkinu fæðist yfirleitt skemmtilegasta fólkið. Tvíburinn þarf að nýta sér málsnilld sína, byggja upp sjálfstraustið og segja við sjálfan sig á hverjum morgni ég er frábær. Hætta er á að tvíburanum gæti leiðst en hann má alls ekki leyfa sér það. Ótrúlega sérkennilegir hlutir virðast koma upp í september sem gætu valdið einhverjum kvíða en allt erður þetta til góðs á endanum. Tvíburinn ætti að taka hárið á sér í gegn og tileinka sér hollara mataræði.
Já ok ok, fer bráðum í klippingu en ætla samt ekki að taka hárið á mér meira í gegn en það...og þetta með hollara mataræðið...það myndi kannski ekki drepa mig en nei takk samt. En annars líst mér bara nokkuð vel á þetta.
Fyrir utan að velta sér upp úr smáralindarstjörnuspám er hægt að eyða sunnudögum í að horfa á hálfa seríu af Sex and the City í einni lotu. Alltaf nóg af djúpum pælingum um karlmenn þar, en mín helsta pæling eftir 7 þætti í röð er: Sofa konur almennt alltaf í brjóstahöldurum?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Sjónvarp | Breytt 21.8.2006 kl. 15:02 | Facebook
Athugasemdir
Nei, ég held ekki..nema þegar maður er með á brjósti kannski.
Kannski eru þær að þessu svo brjóstin missi ekki stinnleikann...ætli maður geti snúið við 10 ára þróun með því að byrja að sofa í push up?? ;)
Hulda (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 13:19
svona án gríns...á þetta að virka? Getur það verið að brjóstin á manni sigi og slappist við það að sofa brjóstahaldaralaus?
Er annars komin með fráhvarfseinkenni af því mig vantar 4. diskinn í seríunni og gat þess vegna bara horft á einn þátt í gær sem er auðvitað ekki neitt neitt miðað við þá 11 sem ég horfði á í fyrradag:P
Sunna, 22.8.2006 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.