Bush og Pinochet

Mikið finnst mér "gaman" að lesa svona fréttir um þjóðina eða manninn sem þykist vera að koma á lýðræði og frelsi út um allt. Þetta er svo mikill hræsnari og viðbjóður (ætli mér verði nokkuð hótað meiðyrðamáli fyrir þessi mjög svo málefnalegu og hlutlausu ummæli?) að ég missti alla virðingu fyrir Bandaríkjamönnum almennt þegar þeir kusu hann yfir sig í annað sinn. Svo loksins þegar það koma fram Bandaríkjamenn sem endurvekja hjá manni von um að þeir séu ekki allir fávitar, þá eru þeir bara bannaðir.

Þetta minnir nú bara soldið á chilensku hljómsveitina Illapu, sem í valdatíð Pinochet söng um hluti sem einræðisherranum þóknuðust ekki. Þeir urðu mjög vinsælir í S-Ameríku og fóru í tónleikaferðalag um Evrópu en þegar þeir snéru til baka árið 1981 var bara búið að gera þá útlæga og þeim ekki hleypt inn í landið. Þetta las ég um uppáhalds chilensku hljómsveitina mína í túristahandbók og blöskraði meðferðin en var að sjálfsögðu ánægð með að vera þess fullviss að þetta myndi ekki gerast í því Nútíma-Chile sem ég bjó í. Og ég hef nú á tilfinningunni að Bandaríkjamenn væru ekki alveg til í viðurkenna að þeir væru komnir styttra í sinni lýðræðisþróun en Chilebúar.

Henti svo inn einu lagi með Illapu hérna á kantinn - sem var einmitt fyrsta lagið sem ég lærði að spila á quenu.


mbl.is Heimildamynd Dixie Chicks sýnd um svipað leyti og kosningar fara fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband