Detti mér nú allar dauðar....

Var að koma úr mat og það var pizza. Og ekki bara pizza, heldur Domino's pizza. Og ekki bara Domino's pizza heldur uppáhalds Domino's pizzan mín - Santa Fe. Voru þarna tvær sneiðar í felum inn á milli kassalaga heimabökuðu sneiðanna og ég nappaði þeim sko báðum. Enda ananas á hinni pizzunni svo annars hefði ég ekki fengið neitt.

Svo virðist það einhvern veginn hafa farið fram hjá mér að það er búið að taka upp fjögurra daga vinnuviku hérna á Grundartanga. Fannst voða gaman að sjá í morgun hvað það voru fáir bílar þegar ég kom - hugsaði með mér að það væri nú langt síðan ég mætti á undan flestum síðast. En svo bara kom fólkið ekkert og ég var eiginlega ein í mat (þeir fáu sem vinna áfram á föstudögum eru þeir sem eru svo busy að þeir fara aldrei í mat hvort eð er). Ég vissi svo sem af því að það væri verið að spá í þessu, en hvernig þetta fór svo alveg fram hjá mér er ofar mínum skilningi.

Og hversu fyndið er þetta máltæki - detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði??? Fór eitthvað að spá í þetta rétt eftir að ég skrifaði fyrirsögnina og þegar ég var búin að pæla í nokkra hringi var ég eiginlega komin á það að ég hefði bara verið að skálda þetta en nú er ég alveg komin af þeirri skoðun. En er þetta ekki soldið út úr kortinu? Finnst fljúgandi-svína-jafngildi þess upp á enska tungu alveg mun eðlilegra. Voru Íslendingar virkilega svo lúsugir í gamla daga að það að lýsnar dræpust var talið álíka líklegt hér og að svín flygju í útlöndum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

Það var ekki að láta mig vita Santa fé er líka mitt uppáhald......

Ólafur fannberg, 25.8.2006 kl. 16:49

2 identicon

Nei þetta er sko vitlaust hjá þér Sunna mín. Það er sko detti mér allar flatar lýs úr klofi!

Verkfræði-Heiða (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 23:45

3 identicon

...eða sveppir úr klofi

Hulda (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband