Bráðum fer ég að ganga um með viskustykki á hausnum

Jahá...ekki bjóst við því að segja eða skrifa eitthvað svona, en þessi Íransforseti er nú greinilega ekki alvitlaus. Ég er sammála öllu sem hann segir þarna og þætti nú bara gaman að sjá þessar sjónvarpskappræður.

Ég myndi kannski ekki taka alveg eins djúpt í árinni og hann og sleppa alhæfingum um að neitunarvald útvaldra þjóða í öryggisráðinu sé orsök allra deilna í heiminum, en er samt sammála því að þetta neitunarvald sé barn síns tíma. (Þó það sé kannski óviðeigandi að blanda Eurovision inn í umræður um þessi háalvarlegu mál, þá finnst mér það svona álíka kjánalegt og að Bretar, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar þurfi ekki að taka þátt í undankeppninni. Það að þeir séu "stóru þjóðirnar" í Evrópu þýðir ekki að þeir sendi betri lög en aðrir í þessa annars vibbakeppni, og það sama á við um þjóðirnar sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu - stærðin gefur þeim ekki sjálfkrafa meiri gáfur eða betri yfirsýn en hinum).

Las reyndar í þessari frétt í gær að hann telur helförina vera uppspuna og svoleiðis rugl hlusta ég nú ekki á, en það er samt alveg satt hjá honum að "Með því að stuðla að landnámi eftirlifenda Helfararinnar á hernumdu svæðunum í Palestínu, þá hafa þeir skapað stöðuga ógn í Miðausturlöndum."

Nú alveg sökka ég í sögu og veit ekkert hvað var í gangi á þessum slóðum fyrir stofnun Ísraelsríkis, en gæti ekki verið að Mið-Austurlönd lifðu bara í sátt og samlyndi við restina af heiminum ef Ísrael hefði ekki verið plantað þarna?


mbl.is Forseti Írans býður Bush til sjónvarpskappræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi bara benda á að í eurovision þá borga þessar "stóru þjóðir" talsverða upphæð, og sleppa því við að fara í undankeppnina

Óli (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 17:48

2 Smámynd: Sigurjón

Það hleypti illu blóði í Mið-Austurlönd á sínum tíma að planta Ísrael þarna.

Reyndar er ástæðan varðandi Júgravisnun að þessar fjórar þjóðir borga nánast allan brúsann í keppninni og vilja fá eitthvað fyrir snúð sinn. Hafa reyndar síðan sú regla tók gildi, send hörmulega léleg lög í keppnina og orðið neðst. Það er eins og allur metnaður hafi horfið...

Sigurjón, 29.8.2006 kl. 17:50

3 identicon

Ég held reyndar, að þeir sem hafi neitunarvald í öryggisráðinu séu þau lönd sem ráði yfir kjarnorkuvopnum. Mig minnir allavega að Frakkar hafi fengið fast sæti í öryggisráðinu, og þar með VETO vald þegar þeir sprengdu eina bombu undir einhverri vesælli nýlenduþjóð úti á ballarhafi.

Eggert

Eggert (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 21:35

4 identicon

Samkvæmt kristnifræðinni var það guð sem að gaf gyðingum það land sem að Ísrael stendur á í dag , þrátt fyrir að Ísrelsríki hafi í raun ekki verið formlega stofnað fyrr en á síðustu öld.Hvort sem menn leggja trúnað á það eður ei þá er staðreyndin sú að Ísrael er þarna í dag og mun að öllum líkindum verða um ókomna framtíð.Svo að okkur vestrænum þjóðum finnst það skrítið að þjóðirnar á þessu svæði geti ekki sætt sig við orðin hlut og lifað í sátt og samlyndi,en þurfi ekki ávalt að berast á banaspjótum áratugum saman.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 09:55

5 Smámynd: Sunna

Biblían smiblían...mér þætti nú soldið súrt ef ég yrði rekin út úr íbúðinni minni af því einhver sýndi mér einhverja eldgamla bók tengda trúarbrögðum sem væru ekki einu sinni mín trúarbrögð þar sem stæði að viðkomandi ætti að eiga íbúðina.

En það er alveg satt að hvort sem manni finnst stofnun Ísraels hafa átt rétt á sér eður ei, þá er það þarna núna og sniðugast í stöðunni að sætta sig við orðinn hlut. En mér finnst nú samt ekki skrítið að arabaþjóðirnar eigi erfitt með það þar sem það er Ísrael sem er alltaf með frekju og yfirgang og að reyna að eigna sér hluti og svæði sem eru ekki einu sinni þeirra samkvæmt samkomulagi.

Annars er þetta svo handónýtt ástand að eftir að hafa rætt þetta eitthvað eða hugsað út í það enda ég yfirleitt á "af hverju geta ekki bara öll dýrin í skóginum verið vinir" (í pirruðum vælutón) lausninni sem er auðvitað engin lausn.

Sunna, 30.8.2006 kl. 12:05

6 identicon

Reyndar var Ísrael ekki plantað þarna eftir Helförina. Þetta hófst allt um 1900 held ég og 1917 var gerður einhver samningur um að Ísrael yrði þarna (held ég, sökka líka í sögu). En gyðingar mættu víst á svæðið smám saman í marga áratugi og keyptu upp land af Palestínumönnum eða keyptu upp samyrkjubú sem voru á svæðinu. Eftir helförina reyndar jókst víst straumur gyðinga allverulega til Ísrael en þeir voru þó orðnir margir þar löngu fyrr.
Já, smá saga frá sögukennara sem hefur engar staðreyndir á hreinu...þið bara leiðréttið mig ef þetta er allt bull ;)

Hulda (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband