30.8.2006 | 18:14
Þjóðverji óskar eftir íslenskum meðleigjanda (og húsnæði)
Wilhelm er þýskur smiður, búsettur á Íslandi og langar að læra íslensku. Hann býr eins og er á Akranesi en er að vinna í bænum svo hann langar að leigja með einhverjum í bænum sem er til í að tala við hann íslensku. Hann talar þýsku og ensku og smá íslensku. Ég hef aldrei hitt manninn en er sagt að hann sé mjög geðugur og félagslyndur og aldurságiskanir voru 30-35. Þ.a. ef ykkur vantar meðleigjanda, eða bara leigjanda, þá endilega sendiði kauða póst á w.h.f.tinke@t-online.de
Athugasemdir
Hann má flytja til mín fyrir 100 þ kall per mánuð. Skal röfla við hann á íslensku út í eitt ef hann samþykkir að skipta um bleiur af og til ;)
Hulda (IP-tala skráð) 2.9.2006 kl. 09:19
og heldurðu að foreldrar þínir væru alveg sáttir við það? Er pláss þarna fyrir einn ókunnugan þjóðverja í viðbót?
Sunna, 4.9.2006 kl. 12:16
Jamm, hugsa þau séu til í að flytja úr aukaherberginu yfir í kústaskápinn til að redda grey manninum. Þau eru löngu hætt að reyna að hafa einhverja stjórn á fjölda fólks hérna ;)
Segi svona...
Hulda (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.