Hvern vantar háseta?

Mér sýnist bara á öllu að ég sé að verða atvinnulaus aumingi. Eins og ég hlakka nú feitt til að labba héðan út í síðasta skipti eftir nákvæmlega 8 daga, þá finnst mér öllu verra að það vill mig enginn á bátinn sinn. Verður áhugavert að finna út úr svona reikningaborgunum þegar engin er atvinnan. Hvað má maður vera lengi í vanskilum með allt áður en maður verður gjaldþrota og missir íbúðina og svona? Kannski ég flytji bara aftur til mömmu...búhúhú...ekki líst mér nú vel á það.

Annars er þetta ekkert svona ómögulegt sko....hef ennþá fulla trú á þessu og verð örugglega enginn atvinnulaus aumingi....er bara í einhverri fýlu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geturu ekki orðið róni á launum???

Inga Birna (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 18:41

2 Smámynd: Sunna

því miður...held ég hafi bara ekki drykkjuhæfileikana í það....er alveg uppgefin eftir 2 daga á fylleríi í röð. En það má svo sem alltaf reyna að bæta sig...hvað fá þeir í laun?

Sunna, 8.9.2006 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband