8.9.2006 | 10:57
Ömurlegt og æðislegt og fiskar og föstudagur
Já það sökkar ef maður þarf núna að fá noyjukast í hvert skipti sem maður notar kortið sitt...en mér er svo sem skítsama um það (eða svona...innan velsæmismarka). Langaði svona frekar að velta því upp hvaða nýbúi væri farinn að skrifa fréttir inn á mbl?
Fór svo næstum því út á sjó í gærkveldi. Sat í góðu chilli hjá Tótu þegar það hringdi í mig skip sem vildi bara fá mig einn tveir og þrír því þeir ætluðu að vera farnir af stað en einn gaurinn klikkaði og það lá eitthvað voða mikið á út af...veit ekki alveg, en orðið bræla kom fyrir (er það kannski bara vont veður?)....ég hef ennþá rétt á að vera svona heimsk - þarf ekki að vita alveg strax hvað fólk á við þegar það segir svona orð. Ég kann að segja "skip" og "veiða fisk" og það er bara nóg fyrir mig í bili. En ég er víst ennþá í hinni vinnunni svo ég varð að segja nei við því. Svo reyndar var þetta kl. 10 um kvöld eða eitthvað og ég á ekki einu sinni stígvél, hvað þá einhvern sjóvænan alklæðnað og hefði væntanlega ekki komist að kaupa hann í gærkveldi heldur. En allavega, ég var voða pirruð að missa af þessu þar sem ég veit ekki einu sinni hvern fjandann ég á að vera að gera hérna núna (og þess vegna biðst ég fyrirfram afsökunar ef það skyldi gerast að ég hafi ekkert betra að gera í dag en að blogga bara tóma steypu - skal reyna að láta flestar setningar vera um eitthvað) en svo var ég líka voða glöð því einhver ætlaði að taka mig með að veiða fisk...þó það væri í neyð. Svo nú er ég bara hætt við að verða atvinnulau aumingi. Kaupi mér bara einhvern geðveikan pollagalla (eða hvað sem það nú er sem maður á að kaupa og kalla það - held ég þurfi eitthvað að spyrja lillebror ráða) í dag og verð reddí hvenar sem er - eftir að ég er hætt hérna þ.e.a.s.
En í dag er ég víst samt að fara út á sjó, en með veiðistöng í staðinn fyrir...uuu...hitt dótið....því vinnan ætlar að skella sér í sjóstangveiði - eða allavega eitthvað fólk úr vinnunni og auðvitað læt ég mig ekki vanta í svoleiðis gjörning. Ég sem datt svo ærlega í það í grillveislunni um daginn af því það var nú einu sinni lokavinnudjammið mitt - en þetta verður þá bara svona loka loka. Ef það verður þá eitthvað djamm...kannski þetta verði bara healthy outdoors activities og enginn bakkus...en miðað við eins og hálfs árs reynslu mína af þessu fyrirtæki finnst mér það ekki líklegt - það er nú einu sinni föstudagur.
En nú er ég byrjuð að bulla - held ég hætti því í bili....bulla kannski meira á eftir. Hmm, mér sýnist að það sé föstudagur í hausnum á mér - er alltaf öllu vitlausari (og skemmtilegri?) þá en aðra daga.
Búnaður til að stela kortaupplýsingum fannst á sjálfsala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:16 | Facebook
Athugasemdir
Nú þarft þú að læra að kútta, flaka og annan eins viðbjóð.... Mæli svo með að þú kaupir outfitið bara í Ellingsen sem er þarna rétt hjá þér ;)
Tóta Sjómannsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2006 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.