Vinna sminna

Vúhú...bara 3 dagar eftir! Og djöfull hlakka ég til. Þurfti að beita sjálfa mig valdi til að koma mér út úr bílnum og inn á skrifstofu hérna áðan - er því mikið glöð inni í mér að eiga bara eftir að standa í þeirri baráttu tvisvar í viðbót en utaná er ég með skeifu niður á hné því ég á eftir að hanga hérna alveg þó nokkra klukkutíma í dag.

Mætti alveg extra snemma í dag....á minn mælikvarða sko, var komin kl. 9. vá hvað ég ætla ekki að miða við þann mætingartíma aftur. Var 20 mínútur heiman frá mér út að hringtorginu við suðurgötu...sénsinn að ég myndi nenna svona bílalestum á hverjum degi - held að ef ég þarf aftur að mæta svona "snemma" þá leggi ég bara frekar hálftíma fyrr af stað og nái þá að fara alveg klukkutíma fyrr heim. En ástæðan fyrir að ég varð að vera mætt kl. 9 er að manneskjan sem á að taka við af mér átti að koma hérna í dag og ég átti víst að kenna henni þessi skemmtilegheit. Svo bara er þetta víst eitthvað óklárt og hún ekki mætt. Ég reyndar gæti alveg trúað að það hefði eitthvað með það að gera að sú manneskja hringdi í mig í gærkveldi að spyrja mig út í starfið áður en hún myndi ákveða sig....ég reyndi auðvitað að láta tilfinningar mínar ekki hafa áhrif á svörin, en ekki gat ég farið að ljúga að greyinu - svo kannski hljómaði þetta ekki mest spennandi í heimi.

Svo er ekki búinn að vera neinn capone í útvarpinu í morgun....er búin að hlusta í næstum því 2 tíma að bíða eftir þeim en sýnist á öllu að þeir séu bara að taka sunnu á þetta og skrópa í vinnunni, svo það er ekki skrítið að það gangi illa að komast í gang þennan morguninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband