Hvað meina yfirvöld í Súdan?

Enn einu sinni ætla ég að flagga fáfræði minni og játa að ég bara botna hvorki upp né niður í neinu. Af hverju í ósköpunum hafna súdönsk yfirvöld því að lið Sameinuðu Þjóðanna taki við af liði Afríkusambandsins sem er greinilega ekki í stakk búið til að takast á við verkefnið? Og ef ástæðan er sú eina sem mér dettur í hug (enda fáfróð með meiru um málið - en það er að yfirvöldi vilji einfaldlega ekki að þessu liði í Darfur sé hjálpað af "hlutlausum aðilum") hvaða ástæðu geta þeir þá gefið sem afsökun?

Arg...enn eina ferðina er ömurleiki heimsins að ná að gera mig pirraða!


mbl.is Egeland: „Gæslulið SÞ í Darfur lífsnauðsyn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Án þess að hafa sett mig neitt sérlega inn í mál þetta, þá ímynda ég mér að þar sem að yfirvöld í Súdan hafa verið sökuð um að standa fyrir óöldinni í Darfur með því að styðja við bakið á arabískum vígasveitum.Þá vilja þær ekki að vígasveitir þessar séu truflaðar neitt meira en uppreisnarmenn gera nú þegar, við það að myrða,nauðga og hrekja fólk frá hemilum sínum.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 18:19

2 Smámynd: Sunna

já það var eitthvað svoleiðis sem mig grunti....en hljóta þeir ekki að gefa upp einhverja ástæðu? Geta þeir sagt bara "nei" og látið þar við sitja? Geri svo sem ráð fyrir að þeir geti það og geri það...

Sunna, 13.9.2006 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband