Draugar

Nú á ég í stríði við einhvern stórdularfullan rafmagnsdraug. Á þessu yfirdrifið tæknivædda heimili eru að sjálfsögðu til 2 dvd-spilarar núna eftir að "skrifstofunni" minni sem ég notaði aldrei var breytt í Kidda herbergi. Ég var með minn spilara inni í herbergi og spilarinn hans Kidda var í stofunni. Fyrir nokkrum vikum tók spilarinn í stofunni upp á því að lesa ekki diska, halda því bara fram að það væri enginn diskur. Þetta var nú ekki mikið vandamál á þessu nútímaheimli þar sem ég horfi aldrei á sjónvarpið inni í herbergi svo við skiptum bara á spilurum. Áðan tók minn spilari allt í einu upp á því að gera það sama við einhverja mynd sem við ætluðum að horfa á. Þá prófuðum við aðra mynd og m.a.s. tvær myndir í viðbót við það en ekkert gekk. Kiddi neitaði að trúa að spilari númer 2 væri bilaður og vildi meina að þetta væru bara allt gallaðir diskar. Í einhverju aulagrínkasti ákvað ég að prófa einhverja mynd í spilaranum hans og öllum að óvörum bara svínvirkaði þetta. Svo nú eru dvd spilararnir aftur búnir að skipta um stað og við gátum horft á mynd yfir kvöldmatnum. Eftir myndina ákvað ég að fara að ganga frá eftir matinn en sú leiðindaiðja finnst mér svona rétt viðráðanleg með góðri tónlist. Þegar ég kveikti á magnaranum varð bara allt dimmt. Þegar ég var svo búin að setja rafmagnið á aftur kviknaði ekki á geislaspilaranum og við nánari athugun kom í ljós að hann var dottinn úr sambandi - en það var kveikt á honum áður en magnarinn sló rafmagninu út. Er þetta ekki pottþétt draugur?

Svo var ég rétt í þessu að keyra heim úr Bryggjuhverfinu. Fyrstu ljósin á leiðinni eru við Grensásveg. Þar lenti ég á rauðu. Á Háaleitisbraut líka og svo á næstu ljósum við Kringlumýrarbraut líka. Næstu ljós eftir það eru við Lönguhlíð, og getiði hvernig þau voru á litinn þegar mig bar að garði! Jú rauð líka. Og sömu sögu var að segja um öll 4 umferðarljósin sem ég átti eftir að fara fram hjá. Á sem hélt þetta ætti að vera eitthvað samstillt - og reyndar veit af reynslunni að venjulega er það þannig. Er þetta ekki bara draugur líka?

Ég veit að ég segi í minni eigin lýsingu á mér hér á síðunni að ég trúi ekki á drauga. Ég held ég sé búin að skipta um skoðun. Og ætli ég sé ekki bara búin að skipta um skoðun í sambandi við að trúa á Guð, geimverur, töfra, kraftaverk og ást við fyrstu sýn líka. Eða í það minnsta útiloka ég ekkert lengur. Ég fór nefninlega til spámiðils um daginn, aðallega af því ég hafði ekkert betra að gera og mig hefur langað soldið lengi að heyra hvaða bull kæmi út úr spilunum hjá mér.  Ef þetta er allt í plati eins og ég var alveg handviss um áður en ég fór, þá var ég allavega plötuð alveg upp úr skónum því mér fannst alveg ótrúlegt hvað hún vissi mikið um mig. Nú bara bíð ég spennt eftir að sjá hvort það sem hún sagði um framtíðina rætist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei enn skemmtilegt komið nýtt blogg:)

 en já kanski voru þetta ekki draugar kanski bara álfar meður veit aldrey sko:)

 hjá hvaða miðli vastu og var hún/hann að segja eitthvað með viti um þína fortíð?

Sandra dí (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 22:51

2 identicon

Já,ég verð að vera sammála Söndru og giska á álf...það er mun lógískara...(múhahaha, bara grín Sandra ;))

Annars fagna ég endurkomu þinni í bloggheima kæri Brútus.

Kveðja

Brútus

Hulda (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband