Jæja krakkar mínir, í dag ætlum við að læra um þrisvar sinnum töfluna....

Já ég er búin að finna enn eitt starfið sem ég ætti frekar að vera í heldur en þetta verkfræðipja. Nú vil ég vera kennari. Jú ég yrði eflaust allverulega suicidal eftir hvern einasta vinnudag...og fyrir hvern einasta vinnudag for that matter....en er ekki skömminni skárra að vera allverulega suicidal kannski 175 daga ári heldur en að vera svona hæfilega suicidal 230 daga á ári?

Pabbi var sem sagt að hringja og benda mér á það að hann er kennari og þar með kominn í 2 vikna frí núna. Svo vildi hann bjóða mér til Siglufjarðar á snjóbretti sem ég varð að afþakka pent af því ég græði víst bara 3 frídaga á því að jesús dó og þá þarf ég að nota í lærdóm. Ó mig auma...á bágtast í heiminum....(ok, kannski ekki meira bágt en stríðshrjáðu börnin í írak....réttupphönd sem náði djóknum).

Svo langar mig að vita....er það bara almenn vitneskja að Land Cruiser sé Toyota?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, fyrr myndi ég klára verkfræðina en vinna sem grunnskólakennari ;)...en ég held að menntaskólakennsla sé ansi góð.
Ég á alveg jafn bágtast og þú sko...ef ekki bágtara og já ég náði djóknum (hvað er þetta annað en ritskoðun?) :P
Svo maður svari nú öllu þá vissi ég að Land Cruiser væri Toyota því það er nú oft einmitt talað um Toyota Land Cruiser amk í minni sveit.

Svo má alltaf hugga sig við það að þegar maður er búinn að vera að massa lærdóminn í nokkra klukkutíma má hvíla sig og horfa á fjölþjóðlega biblíumynd á rúv nú eða Vini Ísraels á Omega :P

Huldus (IP-tala skráð) 6.4.2006 kl. 15:32

2 identicon

haha..."fyrr myndi ég klára verkfræðina..."eins og það sé alveg þvílíkt fjarstæðukenndur möguleiki. Svona eins og fyrr myndi ég borða kúk heldur en að gæða mér á vondu machintos molunum.
Þannig að menntaskólakennsla it is...vantar bara leið til að drýgja tekjurnar eitthvað. Einhver stakk upp á vændi en ég veit ekki hvernig mér líst á það sko. Gæti ég líka tekið mér 3 mánaða sumarfrí frá því? Og á einhver einhverjar aðrar hugmyndir?

sunna (IP-tala skráð) 6.4.2006 kl. 15:58

3 Smámynd: Sunna

haha..."fyrr myndi ég klára verkfræðina..."eins og það sé alveg þvílíkt fjarstæðukenndur möguleiki. Svona eins og fyrr myndi ég borða kúk heldur en að gæða mér á vondu machintos molunum.
Þannig að menntaskólakennsla it is...vantar bara leið til að drýgja tekjurnar eitthvað. Einhver stakk upp á vændi en ég veit ekki hvernig mér líst á það sko. Gæti ég líka tekið mér 3 mánaða sumarfrí frá því? Og á einhver einhverjar aðrar hugmyndir?

Sunna, 6.4.2006 kl. 15:59

4 identicon

Þetta er önnur tilraun hjá tölvulúðunni henni mömmu þinni að kommentera. Ef þú hefur svona helminginn af genunum frá mér, ætla ég að ráða þér frá kennslunni, en ef pabbi þinn er í meirihluta í genabanka þínum, getur kennsla orðið hið besta mál. Ég kenndi í þrjú ár og þegar ég hætti, þ´´a sagði ég að ástæðurnar fimm fyrir því að leggja fyrir sig kennslu, nægðu mér ekki, þ.e. júní, júlí, ágúst, jól og páskar. Veit ekki um nokkurn mann nema þig, sem ekki veit að Land Cruiser er Toyota. Held að amma þín, þ.e. mamma mín hefði haft samúð með þessari fákunnáttu þinni, því hún talaði gjarnan um drossíur og jeppa og það voru þær bílategundir sem hún þekkti!
Ef þetta skilar sér ekki, gefst ég upp.
Mamma

agnes bragadóttir (IP-tala skráð) 6.4.2006 kl. 17:48

5 identicon

Náði djókinu hahahaha. Og já vissi líka að Land Crusier væri Toyota.
Svo sé ég þig í anda að reyna að fá 25 sex ára gríslinga í beina röð fyrir framan kennslustofu. Nokkuð viss um að ég gæti það ekki.
Helga

Helga (IP-tala skráð) 7.4.2006 kl. 17:34

6 identicon

jáhh Sunna Viðarsdóttir Grunnskólakennari .. sé þetta alveg fyrir mér.. eða 3-SV ef út í það er farið, það gæti orðið frekar fróðlegur andskoti.

ég vissi líka að Land Crusier væri Toyota... en ég gæti til dæmis lofa þér að Sóley vinkona veit það ekki.. svona ef það huggar eitthvað :)

meira var það ekki á þessu drottins kvöldi

María (IP-tala skráð) 11.4.2006 kl. 00:24

7 Smámynd: Sunna

bíddu er ég ljóska dauðans ef ég fatta ekki hvað þú átt við með 3-SV Mæja? Finnst það hljóti að tengjast mér eitthvað...og jafnvel nafninu mínu....en hvaðan þristurinn kemur skil ég bara alls ekki.

Sunna, 11.4.2006 kl. 17:43

8 identicon

já ég var að pæla í að skrifa þetta as we say it því oft á tíðum skiluru mig ekki :)

en þetta kom í beinu framhaldi af grunnskólakennarabrandaranum... 3 bekku SV (sunnu viðarsdóttur)

orðinn frekar langsóttur brandari reyndar :D

Mary (IP-tala skráð) 11.4.2006 kl. 18:22

9 Smámynd: Sunna

aaa...þriðji ess vaff......nú meikar þetta sens:P

Sunna, 12.4.2006 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband