27.11.2007 | 15:28
Það var þá comeback hjá mér....
...en allavega, hér er ein færsla í viðbót.
Það virðist bara vera til einn maður sem getur glatt mig svo mikið að ég finn hjá mér knýjandi þörf fyrir að setjast við tölvuna og deila því með heiminum - og hann vinnur einmitt á þeirri stofnun sem ég er búin að bölva hvað mest á árinu. Já, ég var aftur að koma frá lækninum og í þetta skiptið valhoppaði ég út því nú er ég bara útskrifuð. Engir aukhlutir í puttanum lengur til að halda honum saman og samt bara tollir hann! Þarf aðeins að láta sárin gróa og klára slysavarnaskólann og þá get ég bara byrjað aftur að vinna.
Er eiginlega mun glaðari en ég bjóst við (er alveg með spenningshnút í maganum) að nú fer þessum lúxus-leti-leiðindakafla í lífi mínu að ljúka. Vildi bara óska sjálfri mér til hamingju með þetta!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.